Ég vil líta á málið frá þessum hliðum:
1. Verndun tungumálsins
Það er eitt að kvikmyndir, tónlist og sjónvarpsþættir séu á ensku, en það væri allt annað mál ef td. fólk byrjaði að tala ensku sín á milli á Íslandi. Það mundi skapa hættu á lélegri íslenskukunnáttu og áhugaleysi til að halda tungumálinu á lífi.
2. Verdun kynstofnins
Þó svo að íslendingar séu ekki 100% hvítir, þá telja margir það vera ógn á íslenska tilveru að við eigum eftir að blandast öðrum kynþáttum, eða lenda í minnihluta ef útlendingar af öðrum húðlit fer fjölgandi. Þetta mál snýst frekar um fordóma en skynsemi.
3. Menning og siðir
Við íslendingar gerum hluti sem er hluti af okkar hefðum og menningu. Það er skrýtið þegar ríkið og þjóðkirkan eiga að vera aðskilt, þá eru flestir okkar frídagar bundnir við kristintrúna eins og jól, páskar og svo framvegis. Hætta er á að útlendingar blandi menningu þeirra við menningu íslendinga, sem mun flækja málin og fá okkur til að spyrja hvort íslenskar hefðir séu þess virði að vernda.
4. Afleyðingar
Það hefur komið fyrir í mörgum löndum að innflytjendum hafa ekki náð að læra tungumálið almennilega, og þess vegna ekki geta notið velgengni í atvinnuleit. Þá byrjar náttúrulegir fordómar á milli fólks í landinu og innflytjanda, um hvort fólkið í landinu sé með fordóma, eða útlendingar séu ekki viljugir til að vinna betri störf eða taka meiri þátt í samfélaginu.
Ég er ekki að halda neinu fram núna, geri það örugglega þegar í skrifa grein um þetta málefni.
Ég er í flestu sammála um að það eigi að fara varlegar í innflytjendamálin hér á landi en gert er. Þarna eru margir misjafnir sauðir í fénu, og að sjálfsögðu verðum við að krefjast þess að innflytjendur lagi sína siði að okkar háttum, ekki öfugt eins og sumsstaðar í Evrópu.
En eins og mál standa núna hér á landi, hef ég engar stórkostlegar áhyggjur. Ég varð vitni að því ekki fyrir löngu, í biðröð í stórverslun, að tveir innflytjendur mættust: Kassastelpan var taílensk eða fillipínsk (þekki ekki alveg muninn) og kúnninn var austur-evrópsk kona. Það varð eitthvert vesen með kassann, en hvorug þeirra talaði stakt orð í ensku. Þannig að þær gripu til eina málsins sem þær kunnu báðar eitthvað hrafl í - íslensku! Það var ansi skondið að hlusta á þetta samtal, en þær gátu þó skilið hvor aðra.
Þetta virðist kannski vera ómerkilegt atvik, en ég fór þó að hugsa að innflytjendur hér virðast aðlagast samfélaginu ágætlega. Þetta fólk verður kannski aldrei sjálft “fullkomnir íslendingar”, en börnin þeirra verða það.
_______________________
0