Eru lífsgæði fólgin í lágu verði. Framleiðslufyrirtæki eru sífellt að leita leiða til að lækka framleiðslukostnað, til að vera framar í verðsamkeppni. Þau fækka starfsfólki, jafnvel þau fyrirtæki sem skila hagnaði. Þau færa starfsemi til landa þar sem vinnuaflið er ódýrara, og þar sem verkalýðsfélög hafa ekkert um málið að segja. Ég er ekki að tala um þróun sem á sér stað á Íslandi, heldur frekar um öll vestræn samfélög sem við líkjum okkur við.

Það eru ekki bara framleiðslufyrirtæki sem eru í verðsamkeppni, verslanir og ýmis fyrirtæki keppast um að bjóða betra verð. Þau fyrirtæki sem hugsa ekki bara um verð markaðsetja sína þjónustu og gæði, til að rökstyðja hærra verð.

Er þessi þróun fyrirtækjum að kenna, eða okkur sem neytendur? Á heimasíðunni www.jibjab.com er Flash-myndband sem heitir Big Box Mart sem gefur skemmtilega mynd af hvernig ástandið er að verða í Bandaríkjunum. Það hefur oft verið sagt að með því að færa öll framleiðslustörfin erlendis, þá erum við að skapa meira pláss fyrir störf byggð á þekkingu og menntun. (myndbandið sem ég vitnaði í er auðvitað bara grín, ekki eitthvað sem maður á að taka alvarlega)

Er hægt að tryggja að allir eigi eftir að hafa atvinnu, ef allir mennta sig? Þau störf sem ekki krefjast menntunar, eru ýmis afgreiðslustörf. Fyrirtæki nota kosti þess að ráða ungt fólk, vegna þess að undir ákveðnum aldri fá einstaklingar ekki borguð sömu laun.

Ég vil ekki skrifa langa grein, heldur frekar fá fólk til að pæla í þessu. Hvað með alla þá sem fá ekki atvinnu, þrátt fyrir hæfni og menntun? Stóra spurningin er sú, hvort það sé einungis einstaklingsbundið hvort fólk hafi vinnu, eða hvort maður sé einfaldlega óheppinn að vera í þeim hóp sem ekki finna sér vinnu?

Framtíðin er áhugavert umhugsunarefni, maður veltir því oft fyrir sér hvort þróun landsbyggðarinnar hefði geta orðið öðruvísi, og hvort pólitík hafi skert frelsi einstaklinga til að skapa störf út á landi. Atvinnutækifærin eru þarna, en samt virðast margir ekki sjá það.

Í sambandi við lífsgæði, þá virðast margir vera svo uppteknir af því að eiga hluti sem þeir hafa ekki einu sinni efni á, nema með lánum. Auðvitað geta lán verið af hinu góða, en einu ókostir með sparnaði er að þú getur ekki átt hlutinn núna. En með sparnaði borgar maður ekki meira en hluturinn kostaði.

(“Eru lífsgæði fólgin í lágu verð” – Fyrir þá sem ekki skilja fyrirsögnina, þá átti ég við hvort hægt sé að skapa lífsgæði ef allt á helst ekki að kosta neitt. Við verðum öll að hafa atvinnu til að fá pening.)