Klám fyrir konur !
Margir sperra eflaust upp augun við þessa fyrirsögn en þessi grein er um hvernig klám er markaðsett fyrir konur svo karlar taka varla eftir því.
Mér datt þetta í hug í kvöld þegar ég byrjaði og hætti fljótlega að horfa á mynd þar sem einn leikari sem ég held ekki mikið uppá er í, þ.e. Ralph Finnes, duglegur að sýna á sér ræfilslegan rassin í samfaraatriðum sem kannski höfða til sumra kvenna.
Nú er það svo að fæstar konur virðast fíla þetta hefðbundna klám, vilja ekki þetta “grafíska” klám karla svo það er byrjað að búa til sérstakt efni fyrir þær með söguþræði, rómantík ofl, í raun ekki mikið örðuvísi en margar þessar myndir í bíó sem er erfitt að draga karlmenn á.
Klám kvenna er svo dulið eins og svo margt í kringum konur, sem dæmi eru þessar ógeðslega klisjukenndu ástarsögur sem þær hafa verið að lesa um ómunatíð og “óbreyttir” karlmenn hafa ekki spáð í. Þegar ég var strákur í sveit komst ég í þessar “bókmenntir” hjá frúnni á heimilinu, en hún fékk það víst ekki neitt hjá karlinum sem var ekki góður til heilsunnar. En við lauslega skoðun komst ég að því að þarna voru “léttar” samfaralýsingar,nógu léttar til að það spillti ekki rómantíkinni milli söguhetjunar og Conan, eða frænda hans sem príddi kápu bókarinnar.
Merkilegt nokk, að á þessu stóra heimili, þá sá ég aldrei hefðbundið klámblað , kannski aðrar “lausnir” í sveitinni ?
En þetta tekur á sig aðar myndir þar sem kynlífsferli kvenna er auðvitað mun flóknara en okkar karlanna svo maður er stundum ruglaður. Var ekki svo að aðalkaupendahópur Bleikt og Blátt var konur ? Svo var ég að lesa utan á eitt (hvert er það ekki) kvennablaðið í Nóatúni áðan; “Kynfæri skipta ekki máli” ! Ég verð að viðurkenna að mig langar að lesa þessa grein, hvað er átt við ?
Það er alveg ljóst að fjölgun mannkyns er orðið algert aukaatriði í kynlífinu, og ég verða að viðurkenna að ég hef smá áhyggur af því að ég var að reka augun í bókina “Lesbian shortstories” í bókahillunni hjá systur minni !