Tekið af mbl.is:
“Flugleiðir kærðu í ársbyrjun óspektir sem áttu sér stað um borð í flugvél fyrirtækisins í lok desember sl. Flugvélin var á leið til Mexíkó en var látin lenda í Minneapoles þar sem fjórir farþegar fóru frá borði en þrír þeirra voru kærðir í framhaldinu. Nýlega vísuðu sýslumaðurinn í Hafnarfirði, þar sem tveir af þremur kærðu eru búsettir, og sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, en þar er sá þriðji búsettur, málinu frá. ”
Hér er enn eitt dæmi um rælni og roluskap íslenskra yfirvalda við að refsa fyrir lögbrot.
“Í niðurstöðunni frá sýslumanninum í Hafnarfirði kemur fram að málið hefur verið fellt niður með þeim rökum að það sé eigi nægjanlegt eða líklegt til sakfellis í opinberu máli fyrir íslenskum dómstóli, eins og það var orðað,”
Þetta er alveg út í hött. Hér var fólk sem braut lög sem eiga við í flugvélum. Það voru fjölmörg vitni af þessum atburði og þessir sýlumenn vísa málinu frá??? Ætli maðurinn hafi verið að segja satt þegar hann sagðist þekkja Davíð Oddsson….?
Þetta er ekki boðlegt öðru fólki að láta svona - auk þess sem að svona hegðun getur ógnað öryggi farþega um borð í flugvélinni.
Ég spyr einfaldlega: Til hvers í ósköpunum er verið að setja svona lög ef það er ekki ætlunin að taka á þeim sem brjóta þau?
-DeTox