Við búum á landi sem virðir hugtakið frelsi að vettugi. Þegar ég skráði mig hér sem notanda þá þurfti ég að gefa upp kennitöluna mína svo að þeir hjá stóra bróður geti komið og skammað mig ef skoðanir mínar leiða til óeðlilegra huxanna íslenskrar æsku, það myndi vera að huxa yfirhöfuð sem væri svona óeðlilegt.
Fasískt eðli stjórnvalda teygir arma sína óendanlega í allar áttir og nú síðast yfir tóbakið. Bannglaðir Íslendingar eru nú enn og aftur að byrja að banna, þú mátt ekki fjalla um tóbak á jákvæðan hátt, þú mátt ekki hafa tóbak sýnilegt nema í einkaeign en ekki sem söluvarning (eftirvill þyrfti þá að breiða dúk yfir Björk í bankastrætinu), það eina sem má fjalla um tóbak er skaðsemi þess. Tóbakið er ekki það eina, hvernig var þetta með strípibúllunar? Allt vitlaust, hvað er hægt að finna að því að maður sem vinnur sína vinnuviku eyði sínu vikukaupi á þá þjónustu er hann hvað mest óskar eftir? Eins og t.d. að heimsækja strípibúllu. Ótrúlegt að bjórinn hafi verið leyfður á sínum tíma!
Svo er það tilgangur bannanna sem hefur verið mér umhuxunarefni. Þannig er málið að dæmið sem ég tók hér að ofan með tóbaksverslunina björk hefur verið reynt og reyndist sala og heimsóknir í búðina stóraukast. Við það eitt að reyna að fela þetta varð þetta nokkurskonar hip, cult eða eitthvað álíka. Umræða fór á stað hér á Íslandi á sínum tíma um að banna strípibúllur og viti menn, aldrei hafa jafnmargir Íslendingar laggt leið sína á strípibúllu á Íslandi. Hvernig var með áfengisbannið bæði hér og í USA? Áfengi bannað, áfengi bruggað heima, áfengi selt af glæponum, ólöglegar áfengisbúllur spretta upp, fólk brýtur lög í massavís og fólk smá saman hættir að hafa virðingu fyrir lögunum. Þarna höfum við það bannagleði leiðir til virðingaleysis.
Þetta ofanskrifaða leiðir mann í smá umhuxun. Áfengi var bannað vegna þess að það var svo slæmt, vissulega er það slæmt að allir séu alltaf fullir en er það raunin þó svo að það sé leyft? Áfengi í sjálfu sér er slæmt og hættulegt efni en bætir það eitthvað að banna það? Nú fer maður að skoða lengra, hvernig er þetta með dópið? Dópið er bannað, það vita allar húsmæður í vesturbænum, sofandi rólegar yfir því að okkar gallalausa Alþingi bannaði þetta og okkar gallalausa lögregla framfylgir banninu 100%. Erum við svona barnaleg gott fólk og halda það að banna vandann leysi hann? Við ættum kannzki bara að banna alkahólisma og þá losnum við við alla alkana. Gott fólk við erum ekki svona vitlaus er það? Hey goverment, give us some credit!
Það að eiturlyf séu bönnuð leysir ekki þennan svokalla eiturlyfjavanda, þvert á móti gerir það hann verri. Málið er að allir sem vilja sitt hass, amfetamín, kókaín eða e-töflur fær sitt hass, amfetamín, kókaín eða e-töflur. Með því að banna þessi efni færum við þau niður í undirheimana þar sem þau verða ekki eins sýnileg, enda eðlilegt að menn séu ekki að flagga þeim þar sem þessi efni eru bönnuð. Neyslan færizt inn í eiturlyfjabæli og þar er hreinlæti ekki í fyrirrúmi. Efnin eru flutt til landsins og þynnt út með einhverjum efnum sem enginn veit hvað er svo að sölumaður dauðans geti hámarkað ágóðan af eymd lýðsins. Svona búum við líka til skipulagða glæpastarfsemi, með því að banna eitthvað sem töluverður markaður er fyrir. Þarna geta eiturlyfja- og undirheimagreifar landsins matað krókinn. Þeir halda uppi háu verði á eiturlyfjum sem leiðir til þess að þeir sem eru í neyzlu eiga enga peninga afgangs eftir eiturlyfjakaupin og varla fyrir þeim þannig að neitendur þurfa að brjótast inn og stela sér verðmætum sem fara í mat og meiri eiturlyf.
Með því að gera eiturlyfjaneyzlu að einhverju tabúi þá fáum við aldrei að sjá hvaða vandamál eru þarna á ferðinni og meðferðarúrræði verða ekki aðgengileg ógæfufólkinu sem leiðist í þetta. Lög um vímuvarnir eru fasískt mannréttindabrot huxað til þess að halda fylgi ríkisstjórnarinnar en ekki til að hjálpa ógæfufólki í neyzlunni. Með því að hafa þessi lög getur meginþorri almennings sofið rólegur vitandi það að þessi efni eru bönnuð og þar af leiðandi ekki til! Við erum ekki svona fjandi vitlaus að halda það, eða hvað?
Ef þetta væri löglegt gæti verðið verið viðráðanlegra og þar af leiðandi yrði vandi eiturlyfjaneytenda bara neyzlan sjálf og mér skilst að það sé nægur vandi. Þá yrði fólk í neyzlu ekki svona geðveikt, hrætt við það að handrukkarinn sé að koma og heimta meiri pening fyrir lyfin, þá þarf fólk ekki að vera hrætt við að lögreglan sé að koma og gera skömm þeirra sem mesta með að úthrópa neytandann og íþyngja honum enn frekar peningalega með sektum sem eru á glæpalega dýrum nótum. Þetta fólk verður hrætt, einmanna og skuldum vafið sem gerir það að verkum að það fer að selja lyfin til að eiga fyrir neyzlunni og vilt þú vita að veruleikafirrtur dópisti sé að troða ranghugmyndum í barnið þitt svo það leiðist út í eiturlyfjaneyzlu. Væri ekki nær lagi að leyfa þetta, þá getur ríkið haldið utan um söluna og hirt ágóðan af því eins og brennivíninu til þess að búa til fræðsluefni um eiturlyf svo fólk geti tekið fordómalausa afstöðu til þeirra og hlúa að meðferðarúrræðum fyrir þá ógæfusömu sálir sem sökkva of djúpt.