Kæru vinir
Þetta mál er hræðilegt að öllu leiti, ekki bara vegna þess að 18 ára stúlka með allt lífið framundan varð fórnarlamb heimsku og gáleysis, heldur líka vegna þess að maðurinn sem þessu olli getur með engu móti bætt aðstandendum hennar þetta upp, en þetta er ekki það versta, ég sá hann fyrir tveimur kvöldum síðan að skemmta sér, það var ekki að sjá á honum að þetta hafi haft nokkur áhrif á hann.
Ég ætla ekki að segja að ég viti hvað hann var að hugsa, en ef honum þykir þetta leitt eða að hann sjái eftir að hafa (takið eftir) verið fullur í kappakstri og svift aðra manneskju lífinu þá var það ekki að sjá á honum, ég allavegana væri ekki fullur, hlæjandi og í fullu fjöri viku eftir að hafa sýnt svona vanvirðingu fyrir öðrum.
Eitt annað veit ég, ef fjölskyldunni verða veittar skaðabætur þá er hann ekki borgunarmaður fyrir þeim, ekki það að ég haldi að hann geri nokkuð til að bæta upp fyrir þetta.
Hann verður hinsvegar kærður fyrir manndráp af gáleysi og fær örugglega dóm og sviftingu, en hve lengi veit enginn.
Ég vorkenni fjölskyldu stúlkunar mjög mikið, ég á systur á hennar aldri og ég get ekki einusinni ímyndað mér hvernig ég hefði brugðist við.
Þau fá allar mínar samúðaróskir
Gyzmo
Ég ætla að byrja á því að taka fram að ég veit ekkert meira um málið, en komið hefur fram í fréttum. En svona almennt um svona mál, þ.e. drukkin ökumaður og farþegi lætur lífið - ég held að drukkna ökumanninum líði nóu illa að hann eigi ekki líka að fara í jailið. Nei, í alvöru finnst ykkur það ekki. Ýmindið ykkur, ef þú og besti vinur þinn eruð á skrallinu, og þér finnst þú ekkert svo full/ur að þú getir keyrt, en lendir svo í árekstri og vinurinn deyr! Yrðuð þið ekki eyðilöggð??? Og að þurfa að sæta fangelsi líka, það myndi alveg ganga framm af mér! Ekki það að ég sé að keyra drukkin, geri það ekki, en segjum sem svo að þetta kæmi upp á, það kannast allir við þessa tilfinningu að finnast maður ekkert fullur. Ég er heldur ekkert viss um að foreldrar vinkvenna minna mundu endilega vilja að kæra mig ef þau sægju iðrun hjá mér - og það er ekki eins og ég hafi þvingað farþegann til að koma með mér…
0
Fyrigefiði, þetta átti auðvitað að vera að ég héldi að foreldrar vinkvenn minna munu EKKERT endilega vilja kæra mig…
0
Ef þetta hefði verið drukkinn alþingismaður hefði ekkert verið gert í málinu.
0
Begga mín það er soldið öðruvísi að vera útúrdópaður og vera spyrna á sæbrautinni við annan bíl! Ég myndi ekki vilja að einhver foreldri fyrirgæfi mér fyrir eitthvað svona þetta myndi ég gjörsamlega taka á mína ábyrgð. Sama hvort ég væri edrú eða ekki ég meina þetta getur líka gerst fyrir edrú fólk. En ég myndi vilja sjá hann allavega missa bílprófið ævilangt allavega eða missa það í 10 ár og fara í fangelsi í svona 5 ár. En það er bara mín skoðun! :(
0