Af hverju er það að allar stereotýpur eru álitnar fávitar og sorglegt fólk?
Chocko, Nördar, Mansonisti, Astrógellur og fleira, ég er sjálfur ekki að segja að ég sé eitthvað að taka upp hanskann fyrir stereotýpur en er eitthvað skárri að vera ósköp eðlilegur einstaklingur frekar en nörd eða chocko?
Af hverju er almennt talið að nördar séu sorglegir en chocko´ar lifa einhverju æðislegu lífi? Persónulega finnst mér miklu flottari að vera nörd heldur en einhver aflitaður ljósabekkjagaur á leðinni niður laugarveginn með græjurnar í botni.
Samt skil ég ekki málið með að stereotýpurnar eru notaðar almennt sem móðgunarorð yfir fólk. Ef maður fer í einn ljósatíma þá er maður skyndilega chocko, ef maður spilar tölvuleik þá er maður orðinn nörd.
Er þetta almennt öfundsýki í þjóðfélaginu eða er einhver leið til þess að vera ósköp eðlilegur einstaklingur og er það eitthvað skárra en að vera stereotýpa?
Eins og ég sá einhverstaðar: “You laugh at me because I´m different, I laugh at you because you´re all the same”
Er einhver kommúnista staðall sem allir eiga að falla undir til þess að losna frá skotum frá öðrum?
Lifir kannski fólk það sorglegu lífi sjálft að það þarf að upphefja sig með því að líta niður á sem flesta?