Mig langar hér að skrifa smá grein um reykingar á Íslandi. Nú er svo komið að banna á reykingar á öllum opinberum stöðum hér, börum, skiemmtistöðum og veitingahúsum, satt best að segja finnst mér þetta alveg ótrúleg forsjárhyggja og algjört skeytingaleysi í garð reykingamanna og kvenna á Íslandi.
Þegar “staðreyndir” málsins eru skoðaðar þá er í þessum frumvörpum verið að “vernda” starfsmenn þessara staða, í það minnsta er sú skýring oftast gefin opinberlega. Talað er um skaðsemi óbeinna reykinga, þær valdi krabbameinum og fleiri ófögnuði og ætla ég ekkert að velta þeim málum fyrir mér, heldur því að ríkið er sá aðili sem bæði flytur inn tóbak og selur það, og stórgræðir á því. Oftast er haldið fram að reykingafólk kosti ríkið mun meira en tekjurnar af innflutning og sölu tóbaks gefa í ríkissjóð, þessi fullyrðing er einfaldlega RÖNG.. já, hún er það og alveg sama hver kemur fram og með hvaða gögn þá er ekki hægt að sanna það að reykingamenn séu í mínus við ríkið, það var gerð skýrsla um þetta í Háskóla Íslands fyrri nokkrum árum og er hægt að nálgast hana hjá tóbaksvarnarráði og hvet ég alla sem hafa áhuga á því að nálgast þessa skýrslu.
Eftir að hafa skoðað þessa skýrslu sjálfur er augljóst að tekjur ríkisins af sölu tóbaks er langt umfram þau útgjöld sem á beinan og óbeinan hátt er hægt að hengja á reykingafólk.
Það er annar hlutur í allri þessari umræðu sem ég get ekki og mun aldrei getað sætt mig við, en það er sú staðreynd að ég má ekki samkvæmt íslenskum lögum tala um tóbak á jákvæðan hátt, ég má ekki segja opinberlega að mér finnist (sem einstakling) gott að reykja, að mér finnist lyktin af góðum Havana vindlum góð, og svo er talað um að það sé málfrelsi í lýðræðisríkinu Íslandi…!! þvílíkt bull.. Það er ekki meira málfrelsi hér heldur en í Þýskalandi Nasismans, hverskonar bölvaður tvískinnungur getur það verið að aðili (ríkið) selji vöru með bros á vör en ef þú dirfist að tala um að þú sért hrifinn af vörunni þá ertu orðinn lögbrjótur..? Það er verið að hlekkja okkur íslendinga með fullt af svona lögum, og enginn segir neitt.. manni líður stundum eins og maður sé staddur í Berlín árið 1937… ekki á íslandi árið 2006. Af hverju bannar alþingi ekki innflutning á tóbaki? einfaldlega banna alla notkun tóbaks á landinu, ég er 100% viss um að margir reykingamenn myndu fagna því, þá væri komin sú átylla að hætta að reykja sem er ekki hægt að rekja og allt tóbaksvarnarliðið gæti farið á veitingastaðina sína, en nei, það verður vart gert því ríkið græðir svo svívirðilega á tóbakinu.
Mitt álit er að veitingstaðir, barir og skemmtistaðir eigi að fá að leyfa reykignar innanhúss EF þeir uppfylla viss skilyrði, ég viðurkenni vel að á mörgum skemmtistöðum er ekki verandi inni vegna tóbaksreyks (þó ég reyki sjálfur) og er það einfaldlega vegna þess að það eru engar loftræstingar á þessum stöðum, en það eru samt margir staðir hér sem geta auðveldlega leyft reykingar í vissum sölum þar sem það truflar engan sem eru annarsstaðar í húsinu og vil ég þar nefna til dæmis Broadway. Þetta á einnig við um marga veitingastaði.
Í Danmörku er á flugstöðvum borð með “regnhlíf” yfir sem sogar reykinn í sig, ég hef staðið við svona borð og það voru 4 manns að reykja þarna, ég fann enga lykt og enginn reykur fór út fyrir þetta litla svæði,, af hverju má ekki nota svona búnað í t.d. Leifsstöð? jafnvel á veitingastöðum og skemmtistöðum lika?
Ég vil í lokin aðeins minnast þess sem langamma mín sagði alltaf þegar ég fór í heimsókn til hennar, en hún sagði “kveiktu þér nú í sígarettu því mér finnst lyktin svo góð”.. hún reykti aldrei, en afi reykti sígarettur og vindla og í gamla daga þótti fólki lyktin af góðum vindlum mjög eftirsótt.. þrátt fyrir að hafa búið með reykingamanni í 75 ár lést amma mín úr elli 95 ára gömul..svona var þetta bara…
lifið heil, og ekki byrja að reykja..