Brotthvarf BNA og nýting landsvæðisins
Vandamál sem fylgja brotthvarfi BNA varnarliðsins.
1. Markaður íbúðahúsnæða
2. Atvinnu markaðurinn
3. Um 6 milljarða kostnaðar aukning
4. Varnir landsins
Það er hægt að leysa vandann með þjónustu, í stað stóriðju:
ALÞJÓÐLEGU RÁÐSTEFNU AÐSTÖÐU – INTERNATIONAL CONFERENCE in ICELAND
Hvernig væri að byggja og hanna frábæra aðstöðu fyrir alþjóð til að funda á óhlutdrægu landsvæði (Íslandi) … Ísland ætti að sækjast eftir þeirri afstöðu að geta verið algjörlega óhlutdræg þjóð í miðju Atlantshafi - þessu fylgir ákveðin virðing og ákvörðunarmáttur innan alþjóðasamfélagsins.
Auk þess sem við búum við einstæða landfræðilega
aðstöðu/staðsettningu á heimsvísu, liggur fyrir okkur þessi einstæða aðstæða á landinu sjálfu.
Fyrrum herstöð hentar þessu hlutverki einkar vel. Fjarlægðin frá flugvellinum er mjög hentug – einnig hefur aðstaðan sinn eiginn flugvöll
fyrir þá sem merkilegastir eru. Svæðið er girt af og vekur því ákveðna öryggistilfinningu. Allar þær aðstöður, jafnvel tæknibúnaðurinn, sem þar er til staðar í dag, er hægt að nota á einn eða annann hátt í endurhugsuðu umhverfi.
Með því að byggja lúxus ráðstefnu aðstöðu á svæðinu, munum við útiloka framboðsflóð á markaði íbúðahúsnæða og hafa lítil, ef einhver, áhrif á
Reykjanesbæ og nágrenni.
Aftur á móti, skapast heilmikil atvinna í kringum þjónustugeirann í heild sinni. Ekki bara innan svæðisins, heldur á öllu ferðamanna svæði þar í
kring. Þetta kemur til með að koma til móts við þann atvinnumissir sem fylgir brotthvarfi BNA… and then some…
Ég tel að aðstaða sem þessi hafi mun meiri tekjur en 6 milljarða… En, hluti af rekstrarkostnaðinum er öryggisgæsla.
Ef við ætlum á annað borð að fara út í svona aðstöðu, verðum við að tryggja 100% öryggi. Þessi tryggings krefst heilmikils liðs og stendur okkur því til boða að stofna okkar eiginn þjóðarvarnarlið. Liðið hefur mjög góða aðstöðu á herstöðinni. Það er hægt að horfa á öryggisþjónustuna við Ráðstefnu Aðstöðuna sem endalausa æfingaraðstöðu. Ráðstefnu Aðstaðan kostar þjóðarvarnarliðið sem, eins og nafnið gefur til kynna, mun einnig vernda þjóðina. Það er því hægt að útiloka þá viðbúnu kostnaðar aukningu…
Það sem beter fer, er að landið verður í eigu Íslendinga. Landskilanefnd
P.s- Með aðstöðu sem þessa, stendur Reykjanesbæ til boða, í framtíðinni, að byggja háskóla í tengslum við þetta alþjóðasamfélagssvæði… Háskóla í Reykjanesbæ!