Núna hafa tveir látið lífið á einni viku uppi á Kárahnjúkum. Í dag var skrifað um banaslys á Kárahnjúkum, þegar kantur gaf sig, en glöggir lesendur moggans, gætu tekið eftir því að þennan sama dag, eru minningargreinar um Eilíf, 22 ára Íslending sem lést í seinustu viku.

Það hefur verið áætlað að um það bil sex manns muni deyja við gerð stíflunnar. En það var aldrei fjallað um þann fórnarkostnað þegar umræður voru um virkjunina.

En Ísland verður að færa fórnir. Ég vara ykkur við. Andstæðingar virkjannaframkvæmdanna munu nýta sér þessi dauðsföll í áróðurskyni gegn virkjuninni, og þá hjálpar að halda fyrir eyrun og syngja:
lalallalalalallalala.