Kannski kominn smá út fyrir efnið, en þegar Finnarnir fóru á hausinn eftir seinni heimstyrjöldina. Þá ákváðu þeira að setja allt sem þeir gátu í MENNTAKERFIÐ og HEILBRIGÐISKERFIÐ. Nú standa Finnar öllum öðrum ofar í (a.m.k. evróðpubúum) í menntamálum og eru mjög ofarlega í heilbrigðisgeiranum. Hér á landi er reynt að spara eins og hægt er í þeim málefnum og allt sett í iðnaðar og sérstaklega mikið í utanríkisráðuneytið! TIl að sjálfsögðu að byggja fleirri sendiráð um allan heim.
Frábært að vilja byggja upp landsbyggðina, en hvernig væri að setja fyrirtæki eða stofnanir sem krefjast háskólamenntuðum einstaklingum, já eða bara menntuðu fólki yfirhöfuð. Jú auðvitað er eitthvað af því fólki sem vinnur í álverum menntað og þarf að mennta sig, en meiri hlutinn þarf líklegast bara að fara á vinnuvélanámskeið?
Allar nýjar skoðanakannanir sýna fram á að fólk vil ekki fleirri álver í bili, en samt á að hrúga inn nokkrum í viðbót. Ef að stórlaxarnir í Ameríku vilja! Takið eftir ekki ef við viljum, nei ef þeir vilja því að þeir eru farnir að ráðskast með Álgerið fram og tilbaka.
Nú er vil til að ég er að heimsækja ættingja í USA. Er hér í bæ er kallast Ferndale, þar eru Alcoa með starfsemi. Þeir eru að loka álverinu hérna vegna þess að það vill enginn gefa þeim afslátt á rafmagninu. Þessvegna eru þeir á leið til Íslands, vegna undirboða á raforkuverði. Nú samt sem áður eru svona hundrað skilti um allan bæ sem segja að bæjarbúar styðji ALCOA og vilji hafa þá áfram. En þeim er sama, vegna þess að það skiptir engu þótt fullt af fólki missi vinnuna þeir fundu betra og heimskara fólk!
Hvað gerist ef Íslendingar vakna svo einn daginn og vilja ekki lengur fá svona lítið borgað fyrir rafmagnið? Fara bara rétt eins og herinn án þess að skammast sín.
En þetta er það besta sem við getum gert og það sem allir á Íslandi vilja svo við sættum okkur við það!