Á Íslandi virðast vera til þrjár mismunandi skoðanir á þeim málum.
1. Þeir sem eru ,,friðarsinnar’’ og vilja engar varnir, hvorki útlendar né innlendar.
2. Þeir sem eru ,,friðarsinnar’’ og vilja bara útlendar varnir.
3. Og þeir sem er nokkuð sama um útlendar varnir en vilja þó innlendar varnir hvort sem aðrar eru fyrir hendi eður ei.
Nú ætla ég að fjalla um þennan þriðja kost, stofnun íslensk hers.
Hugmyndin að stofnun íslensk hers er ekki ný á nálinni. 1967 ályktaðu ungir sjálfstæðismenn það að stofnaðar yrðu íslenskar varnarsveitir og Bjarni Benidiktsson tók það upp á arma sína að undirbúa slíkan hlut. Fyrir síðari heimsstyrjöld var Lögreglan í Reykjavík skipulögð og þjálfuð að hernaðarsið og skotfélögin voru á sínum tíma stofnuð til að þjálfa menn til landvarna.
1995 lagði ,okkar margfrægi, dómsmálaráðherra til að skoðuð yrði aukin þátttaka Íslendinga í varnarmálum og talaði þá um að stofnað yrði t.d. 500 manna varnarsveit eða eitthvað þar um bil. En þeir sem nú gagnrýna stjórvöld fyrir frumkvæðisskort á varnarsviðinu, reyndust þá ófærir um að ræða þessi mál á vitrænum grundvelli. Sem er kannski ekki skrýtið, þar það eina sem það fólk þekkir af hernaði eru Rambó og félagar. En eins og íslensk ungmenni, alin á stríðstölvuleikjum veit, þá eru þeir félagar og kvimyndir o.fl. ekki beint raunverulegar fyrirmyndir ekki frekar en dæmigerð amerísk klámdrottning væri raunveruleg fyrirmynd skagfirskra yngismeyja.
Mjög margir Íslendingar, sem eru á móti stofnun íslensk hers býsnast yfir fjárútlátum þeim sem yrðu óneitanlega fylgifiskar slíkar stofnunar. Staðreyndin er sú, að líklega yrðu 20 milljörðum varið árlega til varnarmála, myndi Ísland standa sig með sama hætti og þau lönd, sem Íslendingar ,,vilja helst bera sig saman við.’’
En það er þó eitt sem gleymist við slíka framsetningu, á Íslandi er 6% hagvöxtur.
Þjóðarframleiðsla Íslendinga eru 1000 milljarðar og af þeim fara 300 milljarðar í skatta. Út af þessum 6% hagvexti bætast 60 milljarðar við þjóðarframleiðsluna á næsta ári og þá hátt í 20 milljarðar í skatttekjur ríkissjóðs. Þar af leiðandi væri hægt að stofna her algerlega án þess að það kæmi á nokkurn hátt niður á öðrum útlátum ríkissins.
Hvað væri hægt að gera við þessa 20 milljarða?
Fyrir helminginn mætti reka 1500 manna atvinnuher, með 10 þúsund manna varaliði, fyrir hinn helminginn mætti þá láta Landhelgisgæsluna reka 12 varðskip, 5 þyrlur og tvær eftirlitsflugvélar. Fyrir 2-5 milljarða í viðbót gætum við stofnað flugher og rekið fjórar til fimm orrustuþotur.
Örn drekkr, undarn