Hér á Huga er þjóðhverfur hugsunarháttur nokkuð ríkjandi, þ.e.a.s í innflytjendaumræðunni og hundaáströkræðunum,
þjóðhverfur hugsunarháttur er þegar fólk dæmir framandi siði og venjur út frá sinni eigin menningu. Rétttrúuðum múslimum er t.d
fyrirmunað að skilja hvernig kexkaka og vínsopi getur táknað líkama og blóð Krists, en í huga kristins manns er ekkert sjálfsagðara.
Þjóðhverfur einstaklingur staðsetur eigin menningu í miðjuna og raðar öllum öðrum þjóðum á kvarða eftir því hve mikið þær líkjast hans eigin þjóð.
Sem dæmi um þjóðhverfan hugsunarhátt má nefna fordóma gegn hundaáti, á Íslandi tíðkast það ekki að borða hund vegna tengsla mannsins við hundinn
(Besti vinur mannsins, o.s.frv), en í Kína og í Brasilíu er sú hefð ekki eins rík og þ.a.l þykir það sjálfsagt mál að borða hund.
Sá sem er þjóðhverfur er ófær um að uppgötva aðra menningu og siði vegna þess að hann sér einungis góðar eða lélegar eftirlíkingar af sinni eigin.
Þrátt fyrir það að þjóðhverfur hugsunarháttur sé ekki alslæmur, t.d. getur hann reynst gagnlegur við að styrkja samtöðu innan þjóðar og trú hennar á eigin
siðum og hefðum, getur hann verið ákaflega skaðlegur, hann getur ýtt undir kynþáttafordóma og hvers kyns mismunun, eins og gerst hefur á Íslandi.
Andstæða þjóðhverfs hugsunarháttar er afstæðishyggja, en það þýðir að menning sé afstæð og ekki sé hægt að skilja menningu nema út frá henni sjálfri.
Samkvæmt því er útilokað að flokka menningu eftir gæðum, siðgæði eða þróunarstigi, öll menning er góð. Samkvæmt kenningunni er bæði hægt að sklja hundaát, mannát og barnamorð út frá menningarlegur samhengi.
Gott er að enda þetta á dæmisögu úr hundaumræðunni: “Höfðingi mannætuættbálks í Afríku og trúboði voru að ræða saman á árum heimstyrjaldarinnar fyrri. Trúboðinn var að segja mannætunni frá því gífurlega mannfalli sem orðið hafði í stríðinu og mannætan spyr trúboðan hvernig í ósköpunum þeir ætli að fara að því að torga öllu þessu magni af kjöti sem til félli við þetta. Trúboðinn svarar nú hálfhneykslaður að vestrænar þjóðir séu nú siðmenntaðri en svo að þeir leggi sér sína eigin tegund til munns. Þá gapti nú mannætan í forundran og spurði hverslags yfirgengilega villimennska þetta væri nú eiginlega að vera að drepa allt þetta fólk algjörlega að óþörfu.”