Já, nú er svo að máli komið, að eftir langa baráttu og fleiri skylti sem á stóð “Ísland úr Nató, herinn burt”. Þá hefur loksins kaninn tekið það skref, að fjarlægja herinn af Íslandi. En þá, rekur upp “rogastans” á Íslandi, yfir því að þetta muni kosta fólk atvinnuna og mikið fé sem kemur frá kananum, muni nú ekki lengur vera til staðar.



LANDIÐ

Hnattstaða Íslands, er mitt á milli Ameríku og Evrópu, og er hér nógu hlítt til að hægt sé að halda hér vistum árið um kring. Auðlyndir landsins, ef við skoðum CIA staðreyndabókina, er orkulyndir og fiskur. Orkulyndir þessar eru nýttar til að bræða ál, sem er að verða stærsti iðnaður landsins. Helsti tekjugjafi landsins er fiskurinn, samt sem áður en þetta stendur til að muni breytast.


STJÓRN

Landið var undir erlendri stjórn í 700 ár, eftir að Noregskonungi tókst að fá aðilja hlinnta sér á Íslandi til að sigrast á andstæðingum, sem voru að mestu fólk er hafði flúið umbreytingar í Noregi. Afleiðingar þessa, voru 700 ára vesöld á Íslandi og menning sú er ríkt hafði á Norðurlöndum hvarf, en var varðveitt í bókmenntum er varðveittust á Íslandi.


FÓLKIÐ

Fólkið á Íslandi er blandað af mörgum þjóðarbrotum úr Evrópu, og var það strax frá upphafi. Skjaldarmerki Íslands, ber einkenni þess en tákn þau er þar eru hafa alla tíð verið tákn þjóða, og jafnvel heimsálfna.


STYRJALDIR

Íslendingar voru afkomendur Víkinga, og fóru í Viking á árunum fram yfir 1000. Eftir að Íslendingar töpuðu borgarastyrjöldinni, hefur Ísland ekki staðið í Styrjöldum, en orðið fyrir barðinu á tyrkjum sem rændu hér og ruppluðu. Dönum sem tóku hér fólk, sem talið var “glæpsamlegt” og notað sem fallbyssufóður í stríði þeirra. Þjóðverjum, sem seldu Íslendgum skemmdar baunir á tímabilinu sem Danir og Þjóðverjar höfðu verzlunarsamning sinn. Drep-sjúkdómar, sem hér herjuðu, eftir að vera fluttir hingað annaðhvort með fuglum, eða erlendum skipum. Í síðar heimsstyrjöld, var Ísland hertekið af bandamönnum og var fólki af þýskum uppruna smalað saman á Íslandi og flutt af landi brott, og ekkert hefur spurst til þess síðar. Heyrt hef ég sögur af því að bæir hafi verið tæmdir á sama tíma, allir horfið sporlaust með manni og mús. En þetta er sagt að séu álfar, en ekki bandamenn þó þeir hafi verið hér á sama tíma.


SPYLLING

Eftir að Víkingar þeir sem hér settust að, og voru sigraðir voru glæpir nánast óþekktir á Íslandi. Að vísu börðust menn í Danmörku og Noregi hart fyrir því að fjarlægja alla sem gætu verið hót, en þessir voru fyrst og fremst taldið vera þeir er þekktu rúnir. Glæpir og spylling virðist hafa aukist frá og með 1950, eða eftir að Ísland hlaut sjálfstæði.


Ef maður les ofangreint, þá verður maður að spyrja sig hvað þarf að vernda? Hverjir eru óvinirnir, sem Íslendingar þurfa að óttast og hljóta vernd af. Þeir sem hafa reynst Íslendingum verstir eru bandamenn, en þeir hafa einnig gefið Íslendingum mikið fé. Fé sem Íslendingar hafa varið til þess að byggja göng, virkjanir og skip. Ef draga má einhvern úrskurð úr þessu, er hægt að segja að allir séu óvinir Íslendinga, þetta er bara spurningin um það hverjum Íslendingar vilja þóknast. Þeim fjanda, sem veitir Íslendingum fé, eða þeim fjanda sem hefur stærst kynþátta líkingu við þá. Allir hafa þessir fjandir, og munu þeir, huga að eigin hag fram yfir Íslendinga. Og ef maður hugsar um vernd Íslendinga, þá verður maður að spyrja sig fyrir hverjum Íslendingar eru byggja sínar varnir. Á Íslendi var fyrst byggð Víkingasveit, til að geta skotið Íslendinga sjálfa á meðan varnir landsins voru hafðar í hendur á erlendri þjóð.

Það sem hægt er að kalla “firepower”, fynnst ekki í höndum Íslendinga. Á tímum þorskastríðsins, þegar Íslendingar huguðu að því að verða sér úti um tundurskeyta báta, til að vernda lögsögu landsins, þá var þeim neitað um þetta. Á meðan bandamenn selja öpum vopn af kemísku, bíologisku og jafnvel aðstoða fólk, sem þekktir eru fyrir hryðjuverk, um að verða sér úti um “Particle accelerators”, hlutir sem nota má til að skapa kjarnavopn. Er Íslendingum neitað um að verða sér úti um tundurskeytabáta, en mega vel eiga nokkrar vélbyssur, ef þeir bara beina þeim að Íslendingum sjálfum eða að þeim, er bandamenn sjálfir segja að beina eigi þeim að, eftir þeirra eigin hagsmunum.

Að lokum ætla ég að beina orðum mínum að “þjóð”. Íslendingar eru sundurleitt fólk, sem hefur enga þjóðarkenningu. Þjóðarkenning, er eitthvað sem byndur fólk saman. Fær tvo ólíka aðila, til að halda saman höndum, án þess að um sé að ræða fjölskyldutengsl. Þeir aðilar sem ráða, meðal þessa hóps eru síðan “stjórnir” þess. Lönd geta síðan verið fleiri slíkir hópar, sem mynda sameiginlega stjórn, til að vinna að sameiginlegum málum. Sameiginleg mál, er hagsmunir sem eru í allra þágu. Lykilatriðið hér, er fólk sem hefur sameiginlega menningu.

Menning Íslendinga er oft talinn stór, en þá er átt við bókmenntir. En einnig í formi tungumálsins, sem allir virðast vera í kapp við annan til að ryðja úr vegi. Slangur, og tökuorð eru svo algeng er tæplega er hægt að kalla þetta mál Íslensku lengur. Málfar fjölmiðla er svo lélegt, að ekki er hægt að segja að þeir séu í fararbroddi með að vernda menningu þjóðarinnar. Þetta hátterni, er ekki hægt að segja að tilheyri fólki sem vill vernda sitt land, menningu eða annað sem því tilheyrir. Þetta er hátterni, sem má segja að tilheyri fólki sem vill losna við það að líkjast einhverjum öðrum eins fljótt og þeir geta.

Spurningin er því, hvort Íslendingar séu í raun og veru að biðja um “vernd” þegar talað er um varnarsamninginn. Eða hvort þeir séu bara hræddir við að standa á eigin fótum, og þurfa sjálfir að standa fyrir sínum eigin skoðunum og málefnum.