Sorp, tyggjóklessur o.fl. í miðbæ Reykjavíkur Mér blöskrar við því að sjá allar tyggjóklessurnar, ruslið og veggjakrotið í miðbænum, og þó ekki bara þar heldur úti um alla borgina. Skrýtið afhverju fólk getur ekki bara hent ruslinu í ruslafötur, sömuleiðis tyggjóinu.

Nú er verið að leggja lokahönd á að klára að helluleggja nokkur stræti í miðbænum og eftir eina helgi er allt í tyggjóklessum.
Það er sérstök hreinsunardeild sem sér um það að týna upp og henda rusli eftir fólk, t.d. sem hefur verið á djamminu um nóttina afþví það getur bara ekki hent ruslinu í ruslatunnurnar, það er nóg af ruslutunnum í miðbænum (Austurstræti, Pósthússtræti, Bankastræti o.fl). Þegar nýju ruslatunnurnar komu, þ.e.a.s. þessar með sérbakka fyrir tyggjó(Gum) voru þær strax “skemmdar” en þó nothæfar, annaðhvort voru bakkarnir rifnir út og þeim hent við hliðiná eða þær krotaðar út.
Talandi um krot.
Það ætti ekki að fara framhjá neinum allt krotið Reykjavík. Oftast eru þetta 13-15 ára unglingar sem örugglega þjást af aðgerðarleysi og finna sig í því að skemma, þó að það sé kannski ekki beint það sem þeir meina með gjörðum sínum. Þeir “tagga” og krota fáranlega skrifaðar “undirskriftir” á veggi, strætóskýli, ruslatunnur, sendiferðabíla, ljósastaura, heimahús o.fl,fl.
Þá eru þetta stundum “krú” sem vinna saman í því að krota útum allt og það sem er “flottast” og útbreiðast hlýtur virðingu af öðrum “krúum”.
Þetta er fáranlegt, hugsið ykkur. Það eru skipulagðir hópar sem eru í því að skemma og skíta út. Reyndar hefur mitt hús alltaf fengið að vera í friði en ég fyllist mikilli reiði þegar ég horfi á aumingja gamla manninn sem býr við hliðin á mér fara út með málningarfötu og mála yfir tilgangslausar “undirskriftir(tögg)”. Það ætti að vera deild í því að hafa eftirlit með svona og sekta foreldra og forráðamenn ósjálfráða unglinga sem eru í því að skemma svona.
Sjálfur þekki ég stráka sem eru á fullu í að “graffa” og gera Graffitiverk á leyfilegum stöðum, þá meina ég að staðirnir séu samþykktir af t.d. Hinu húsinu eða öðrum og oft eru þessi spreyverk sannkölluð listaverk. En sumir af þeim eru að gera Graffitiverk eru í þessum “krú-um” sem eru að krota og skemma, ég veit það. En það kemur bara niður á vinum þeirra sem eru heiðarlegir.

Fólk er að borga mikinn pening fyrir að láta mála húsin sín og láta sér líða vel í fallegu húsnæði, en þá þarf oftar en ekki einhver að koma og skemma fyrir því. Tillitsleysi gagnvart öðrum og eignum annara er það sem ætti að geta einkennt íslensku þjóðina.

Flest af því sem ég hef nefnt er meira og minna <b>sori</b> íslensku þjóðarinnar. Ég get ekki sagt að ég sé stoltur af Reykjavík, þ.e. ég get ekki sagt með stolti við einhvern útlending “I live in Reykjavik”. Því miður.

<b>“Hrein borg, fögur borg”</b>
Reykjavík er a.m.k. ekki hrein.