Hér ætla ég að tala um rasism hér á landi. Sem er raunveruleg rasism.
Fullt af erlendum verkamönnum frá Belgíu, Pollandi, Litháen, Rússlandi og Brasilíu eru staddir hér á landi að vinna fyrir lítinn pening. Sem sagt ódýrt vinnuafl eins og fyrirtækiseigendur vilja kalla það. Þeir flykkjast hingað á öllum tímum og svo fara aðrir heim til sín. Sumir staðfesta landfestu sína hér og flytjast hingað með fjölskyldum sínum. Aðrir næla sér í slenskar konur. Ég veit um mörg tilvik þegar útlend hjón flytjast hingað og skilja svo. Taka svo síðan saman við íslendinga.
En gallinn er sá að það er ekkert svo auðvelt fyrir þessa aðila að ná sér í íslendinga. Margir íslendingar eru svo miklir rasistar að það er ekki eðlilegt. Drulla yfir þetta fólk hvar sem það er. Segja þeim að fara heim til sín og þess háttar. Þessir aðilr kusu það að vinna hérna og við verðum bara að leyfa þeim að gera það í friði. Að vísu er það leiðinlegt að sjá þau kunna hvorki ensku né íslensku.
Ég er að vinna í lítillri búð úti á landi. Þar eru fullt af pólverjum, litháum og rússum. Þeir koma kannski 5-8 saman og einn talar ensku, reyndar mjög lélega ensku en maður kemst samt alltaf yfir það að skilja hann. En það er verst að skilja rússana.
Margir dæma þá eftir útlitinu. Ég er reyndar sammála því að margir þeirra eru soldið ljótir og þess háttar. En margar stelpur sjá einhverja sæta og unga pólverja á pöbbum. En það kemur alltaf það sama: “Hann er sætur en hann er pólverji. Ég gæti aldrei lagt í pólverja.”
Vinkona mín er byrjuð með pólverja. Öllum vinum hennar finnst það rosalega sætt því að þessi maður er æðislegur. Talar íslensku reyndar. En það eru ekki allir kátir með hann. Foreldrar hennar eru það ekki. Þau rakka hann niður eins og hvítir menn gerðu við svarta manninn. Þau vilja ekki “blanda” ætt sína við pólverja. Þetta er bara hrein og bein rasism.
Ég spurði móður minni svona til gamans, hvað hún myndi gera ef ég myndi koma heim með pólverja. Hún sagði nú einfaldega þaða að pabbi myndi skjóta hann á færi og hún myndi afneita mér.. Þetta fannst mér soldið illa sagt hjá henni því að maður veit aldrei hvort að maður myndi falla fyrir pólverja. Eða byrja með honum, sem fylgir því að kynna honum fyrir þeim gömlu.
Ég spurði þau af því sama nema með svertingja. Það kom sama svarið. Hvað er að fólki? Meira að segja fólk sem maður hefur spjallað við í gegnum tíðina tala illa um svertingja og pólverja. Og þetta fólk eru fædd frá 1922-1970. Eintóm rasism!
Vonandi hafa sumir þann manndóm að dæma ekki þessi grey fyrir að vinna fyrir matnum sínum hérna. - Endilega segið ykkar skoðanir yfir þessu málefni. Þetta er í raun og veru mikilvægt málefni. Fyrst að Ísland sé að fara að blandast öðrum þjóðum verðum við að taka því vel. Það þýðir ekkert annað.
Kveðja, manneskjan – sem hefur sáralitla trú á löndum sínum. :(