Þegar þetta er skrifað hefur Ariel Sharon hótað að senda skriðdrekaherdeild inn á byggðir Palestínumanna og jafna flest við jörðu sem hægt er. Síðustu tíu mánuði hefur ástandið niðri við botn Miðjarðarhafs verið næst stríði. Ágætt er að benda á að ástandið versnaði einmitt þegar Sharon tók við með harðlínustefnu sína gagnvart Palestínumönnum. Í ljósi sögunnar er furðulegt að maður eins og Sharon haldi við stjórnartaumana í eins vestrænu og nútímalegu ríki og Ísrael er. Árið 1982 lét hann af embætti hermálaráðherra landsins eftir nána aðild sína að fjöldamorðum á palestínskum flóttamönnum í Líbanon.

Í dag eins og þá er ljóst hvaða augum hann lítur á nágranna sína í eigin ríki.
Furðulegt er einnig hvernig Ísraelsk yfirvöld réttlæta innrásir sínar á Palestínsk landsvæði. Setjum nú málið upp á sem einfaldastan hátt.
Siggi sem stýrir landi sínu hefur minnihluta stjórnaðan af Gumma. Hryðjuverkahópur án tengsla við Gumma ræðst á Sigga og meiðir. Siggi ræðst á Gumma með það að leiðarljósi að Gummi standi á bakvið hryðjuverkamennina. Fyrirgefið einföldunina en margir einstaklingar sem ég þekki hafa ekki hugmynd um ástandið þarna.

Telja má á fingrum annarar handar þau ríki sem náð hafa að uppræta eða gera útlæg hryðjuverkasamtök. Þjóðverjar náðu á sjöunda áratugnum að gera útaf við Baader-Meinhof hópinn með skipulögðum aðgerðum og miklu fjármagni…..
Palestínuarabar hafa varla stjórn á sínu eigin landi, ef land skal kalla og eru með tiltölulega nýtilkomna lögreglu. Land palestínuaraba er enn Ísrael og ætti stjórn landsins að gera þá sjálfsagt eitthvað líka til að hafa hemil á eða útrýma hryðjuverkum. En það er víst auðveldara að heimta að minnihlutahópurinn sjái um málið og refsa með jarðýtum og skriðdrekum ef neikvæð svör berast, ryðja burt húsum.
Ef við setjum upp þessi mál í auðveldarin mynd aftur þá mætti td ímynda sér að Bresk yfirvöld réðust á fólk og ryddu burt stjórnarbyggingum í Londonderry (norður írlandi) vegna árása IRA.

Hvað varðar fyrirsögn þessarar greinar, þá virðist sem harðlínugyðingar í stjórn Ísrael hafi lært eitt af Nasistum seinni heimstyrjaldar. Best sé að útrýma óæðri minnihlutanum hratt og örugglega og kenna honum sjálfum um. (Hitler talaði sífellt um öryggi þýsku þjóðarinnar og ótrygga framtíð um leið og hann tók réttindi (og seinna líf) gyðinga þar í landi, og réðst inn í nágrannaríki (til að vernda þjóðverja innanlands og utan)

Innan raða beggja fylkinga eru öfgamenn, sem eiga alla sök á þessu ástandi. En munurinn er að innan raða Palestínuaraba eru þeir í formi hryðjuverkasamtaka sem stjórnin Palestínu hefur sjálfsagt engin tengsl við eða stjórn á, en innan Ísraelsmanna eru öfgamennirnir við stjórnvölinn.

Gísli
—–