Netið er einn helst vettvangur skoðannaskipta í dag og eins og BB benti á í frægum vefpisli sínum, þá er mikið um að menn tjái sig í skjóli nafnleyndar.

Í gær kom upp í fjölmiðlum mál þar sem starfsmaður Símanns Internet er sakaður um að hafa lesið tölvupóst viðskiptarvinar.
Þó ekkert hefur verið sannað þá er Símanum mikið um að verja sig og lofa rannsókn, enda veltur mikið á trausti hans.

Málið er að enginn er öruggur um neina leynd á netinu.
T.d. er þessi vefur kjörinn staður til að kortleggja skoðanir notenda (ef þeir hafa skráð sig á rétta kennitölu).
Sá sem hefur aðgang að gagnagrunni huga.is getur komist að öllu sem þú hefur skrifað hér “undir nafnleynd” sem og hvernig þú hefur kosið í hinum ýmsu skoðunarkönnunum.

Eins er þetta á öllum spjallvefjum þar sem kennitölu, eða annars auðkennis er krafist.
Þess ber þó að taka fram að hægt er að aðskilja kennitölur frá öðrum upplýsingum, en það skapar nokkur tæknivandamál auk þess sem maður hefur bara orð vefsins fyrir því.

En það er ekki bara á netinu sem hægt er að komast að skoðunum manns.
Flestir hérna hafa nokkrum sinnum fengið símtal frá Gallup eða öðrum svipuðum fyrirtækjum.
Þar hringir starfsmaður í eitthvert númer og biður um ákveðna manneskju með nafni og spyr hana síðan spjörunum úr.
Það er ekki ósennilegt í þessu litla landi okkar að einhverntíman hafi einhver kunnugur spyrjandanum lent í úrtaki könnuninnar.

Svo er það auðvitað besta leiðin: Ef þið viljið komast að skoðunum einhvers, t.d. tilvonandi starfsmanns, þá er auðveldast að hringja bara (*31* fyrir framan) í hann (eða láta einhvern annan gera það) kynna sig sem starfsmann Gallup og komast síðan að því hvort hann styðji nú í alvöru rétt fótboltafélag.

Þannig að þið sjáið að það er ekki bara tölvupósturinn sem maður þarf að hafa áhyggjur út af.

Þannig að ef þið þorið/viljið ekki setja nafn ykkar við skoðanir ykkar, farið þá varlega í að treysta á nafnleysi.

Kveðja,
Ingólfur Harri