Þessar umræður um að banna útihátíðir eru orðnar ansi þreyttar. Verst hefur Eldborgarhátíðin komið út úr þessu, skiljanlega sökum fjölda glæpa sem voru framdir á svæðinu. Er samt ekki verið að klína óþarflega miklu á þá hátíðarhaldarana? Er virkilega hægt að kenna þeim um allt ofbeldið sem fór þarna fram? Eða er Íslenska þjóðin bara að fá enn eina útrásina fyrir smáborgarapirring sínum og skella skuldinni á einhvern hóp manna í stað þess að líta í eigin barm..

Þeir sem stóðu að Eldborg voru að gera þetta í fyrsta sinn. Þegar maður gerið eitthvað í fyrsta sinn gera mistök. Það er ekki hægt að ætlast til að það verði hugsað fyrir öllum mögulegum frávikum. Það þarf reynslu í þessu eins og öllu öðru. Þeir segjast hafa farið eftir öllum reglugerðum og leitað ráða hjá þeim sem hafa reynslu í þessu og enn hefur ekkert annað komið í ljós. Hættið að níðast á þeim. Ég held að Einar Bárðason sé ekki djöfull í mannsmynd sem vill safna saman 10.000 manns og láta þeim líða illa. Líklega hefur hann viljað halda góða hátið núna og aftur á næsta ári til að græða fleiri peninga. Þannig mundu flestir skynsamir menn hugsa þetta… “Þeir sem eru reynslulausir gera mistök. Þeir sem gera mistök öðlast reynslu.”

Ég er líka alveg gáttaður á því hvað þetta virðist alltaf koma fólki á óvart hvernig þessar hátíðar eru. Árlega er fólk (sennilega alltaf sama fólkið) að væla yfir því hvað það voru margir drukknir unglingar á útihátíðum og hvað ástandið er slæmt á þessum hátíðum - miklu verra en í fyrra eða fyrir tveimur árum (og sögðu þó það sama í fyrra og hitt í fyrra). Þetta fólk átar sig sjálfsagt ekki á fólksfjögun og þeirri staðreynd að þeir sem fóru í Galtalæk í fyrra fara á Þjóðhátíð eða í Eldborg í ár og næsta ár og næsta…..(þið áttið ykkur á þessu).

Sjálfur er ég alfarið á móti því að banna þessar hátíðir - af því að þar er fullt af fólki sem fer á þær, skemmtir sér konunglega, kynnast nýju fólki og gerir ekkert af sér. Alltaf er það frávikið sem er til vandræða sem fær athygli!!! Hvernig væri að hugsa aðeins um fólkið sem er “bara” að skemmta sér?

Ég er líka hissa á því að þrátt fyrir ítrekaðar fréttir um ofbeldi og glæpi í sumar, að gestir á þessum hátíðum skuli ekki gera ráðstafanir. Hvernig dettur fólki í hug að það geti bara drepist í grasinu einhversstaðar? Hvað mundi gerast ef maður dræpist á götunni niður í bæ? Af hverju eru vinirnir skildir eftir dauðir?Það er oft búið að tala um smjörsýru og önnur sljóvgandi lyf í fjölmiðlum. AF HVERJU eru krakkar að þiggja sopa frá ókunnugum eða einhverjum sem þau treysta ekki? Maður á ekki verða viðskila við vinahópinn!!!! Af hverju eru foreldrar ekki að koma þessum skilaboðum til krakkanna? Ef foreldrar treysta sér ekki til þess þá fá eitthvað frændsystkið sem er á svipuðum aldri til að “spjalla við barnið”.

Ég vil taka það fram að ég er ekki að réttlæta þetta ofbeldi eða segja að þetta sé fórnarlömbunum að kenna. Auðvitað er sá sem fremur glæpinn aðilinn sem er við að sakast!! Málið er bara það að ofbeldisfólk nýtir sér varnarleysi “tilvonandi” fórnarlamba sinna. Ef varnarleysið minnkar og fólk passar sig sjálft og vini sína þá hljóta glæpirnir gegn fólkinu að minnka. Það er til vont fólk sem fremur glæpi. Maður þarf að verja sig. Punktur.

Grimdin í þjóðfélaginu er að aukast. Ég ætla ekki að gera neina tilraun til að greina hvers vegna sú þróun hefur orðið en þetta er staðreynd. Afneitun vandamálsins er ekki lausnin heldur þarf að horfast á við það og reyna að passa sig og sína. Það á við hvort sem er á útihátíðum eða ekki.

DeTox