Veriði sælir kæru huga notendur.


Faðir minn,lenti í alvarlegum árekstri árið 1993, þar á meðal þurfti hann að fara í járn-spengingu því allir liðþornarnir voru ónýtir.Eftir þetta var hann gjörsamlega óvinnufær og átti auðvitað rétt á vænum bótum.Á þeim tíma var hann trygður hjá tryggingafélaginu Vís.
Þetta byrjar þannig að Vís neita honum bætur, eða buðu honum bara eitthverja aura held ég að það hafi verið.Hann var 4 barna faðir þegar hann lenti í slysinu og var kona hans/móðir mín mjög veik eftir erfiða fæðingu.Þetta var mjög erfitt og faðir minn fer í mál við Vís.Lögfræðingar vís og yfirmenn byrja að því að færa faðir minn í bílinn sem skemmdist meira og var í órétti.Þeir fölsuðu gögn og unnu ekkert smá óheiðarlega.Eftir nokkur ár! Vann pabbi minn loksins málið en endaði samt bara með smáaura útúr þessu.

Hann faðir minn var farin að batna aðeins, búin að vera í þjálfun og svona og var farin að geta gengið almennilega og var bara mjög hraustur.Þá árið 1999 lendir hann í öðru alvarlegu slysi! Og tek ég það fram að hann var í fullkomum rétti í báðum slysunum.
Þar sem pabbi var með járn og skrúfur í bakinu eftir spenginguna þegar hann lenti í öðru slysinu losnuðu járnin og fóru að riðga inní bakinu á honum.Hann þurfti að fara í aðra aðgerð til að láta taka járnin og aftur var hann mjög veikur og þurfti að vera á spítala í þó nokkurn tíma.
Og auðvitað neita Vís honum AFTUR um bætur.Þetta mál er búið að standa allt í allt, í tólf ár!
Og í þetta skipti fóru vís að falsa sjúkraskrár,ljúga um faðir minn og réðu lækni til að ganga inní persónu upplýsingar faðir míns á sjúkrahúsinu! Margir ykkar kanski sáu þetta í fréttum rúv og stöð 2 um daginn, þegar persónuvernd dæmdi mannin sem stalst inní sjúkraskrárnar sekann.


Ég get ég lofað ykkur að faðir minn er ekki sá eini sem hefur farið í mál við þá útaf svipuðu…
Þetta er bara brot af því sem er að gerast, þetta er mun alvarlegra og flóknara en ég segji frá hér.

Síðan vill ég líka taka fram að faðir minn var með frekar há laun áður en hann lenti í slysinu og gat verið eiginlega það sem hann vildi,síðan er ríkið alltaf að gefa í skyn að vera öryrkji sé svo næs…
Það langar engum til að vera heima allan daginn á lágum bótum!

Þakka fyrir mig.
get busy livin' or get busy dying.