Tekið af Visir.is :


Tvær álftir fundust dauðar í Rangárvallasýslu skammt frá Þjórsá og var þeim hent í ruslagám samkvæmt ráðleggingum héraðsdýralæknis. Fuglarnir verða ekki rannsakaðir þar sem þeir voru færri en fimm í hópi, en aðeins er hættustig eittí gildi hér á landi vegna fuglaflensu.

Tvær álftir fundust dauðar við sveitaveg í Rangárvallasýslu í gær og stóð fólkinu sem fann fuglana hreint ekki á sama vegna frétta af fuglaflensu sem hefur teygt sig til Norðurlandanna. Róbert Einarsson ábúandi á bænum Króki í Rangárvallasýslu hafði samband við Héraðsdýralækni sem sagði dauða álftanna að öllum líkindum eðlilegan. Þar sem fuglarnir voru ekki fimm eða fleiri í hóp þykir ekki ástæða til frekari aðgerða miðað við það áhættustig sem er hér á landi vegna fuglaflensu. Róbert fjarlægði fuglana að beiðni dýralæknisins og henti hann þeim í ruslagám skammt frá Landvegamótum.



Af hverju í ósköpunum eru þær ekki rannsakaðar, best að taka bara sénsin á þennan venjulega Íslenska máta… Þetta fer soldið í pirrurnar á mér, að í fyrsta lagi vera ekki búin að setja einfaldlega áhættustig 2 á nú þegar, og að rannsaka í minnsta lagi svona, þótt það sé eitthvað áhættustig ekki komið á.

Það er ekkert sem segir að þessi flensa gæti verið kominn hingað, þótt hún hafi ekki greinst í bretlandi, hún allavega kom frá asíu, og breiddist út um alla vestur Evrópu á innan við viku… ef þið skiljið hvað ég meina.

Þetta fer mjög í pirrurnar á mér, sérstaklega því ég bý ca. einum km frá þeim stað sem álftirnar fundust.