Hef verið að velta fyrir mér hvert íslensk menning er að fara, og er ég aðeins að horfa á þetta útfrá mínum eigin skoðunum. Þessi grein er að mestu mótuð út frá því sem ég hef séð gerast í litla landinu Íslandi.
Var kona John Lennons á landinu að nefna friðarsúlu sem stendur til við að byggja í Viðey og aðeins fara að henni einusinni á ári og það 9.október og er það gild ástæða fyrir því, vegna þess að sá dagur er afmælisdagur John Lennons.
En erum við íslendingar virkilega að kaupa allt sem á borð okkar er lagt? Er sjálfsagður hlutur að framkvæma hugmyndir fræga fólksins eins og ekkert sé?
Hef ég ekkert á móti því að þessi blessaða friðarsúla sé byggð og auðvitað yrði hún tákn fyrir okkur íslendinga eins og kom fram í NFS fréttaþættinum á Stöð 2. En þrátt fyrir það get ég tekið annað lifandi dæmi, og er það þáttaka hennar Silvíu Nótt í Eurovision. Mig hreinlega grunar það að hún hafi verið kosin bara vegna þess hve hún hefur hrifið og jafnt sem móðgað íslenska samfélagið eins og það leggur sig.
Hefðum við kosið manneskju sem hefði klætt sig upp eins og hún gerði ef hún hefði ekki haft þennan sterka ,,bakgrunn''? Með bakgrunn þá á ég auðvitað við þá frægð sem hún hefur aflað sér í gegnum tíðina með ummælum sínum og auðvitað þætti sínum á Skjáeitt, Sjáumst með Silvíu Nótt
Er annar höfuðverkur að plaga mig og það er Gillzenegger, ef ég fer með rétt mál. Hafið þið annars einhverntímann heyrt um biblíu fallega fólksins? Þetta er án efa mjög sérstök sölumennska en þó er ágætur húmor að baki.
En er virkilega hægt að vera frægur á Íslandi fyrir ekki neitt? Þarf maður virkilega bara að gera sig að sem mestu fífli, birta greinar í blöðum, eða eiga sinn eigin þátt í sjónvarpi svo það fari fólk að labba upp að manni og biðja mann um eiginhandaráritun? Því get ég ekki svarað. En eins og ég tek fram þá eru þetta alfarið mínar skoðanir og því getur hver túlkað þær á sinn hátt. En hver er ykkar skoðun kæru lesendur?