Ég ar að hugsa um hina Íslensku þjóð og þessi frasi sem hefur verið notaður í augýsingu kom upp í hugann, og hann virðist vera notaður af landanum út í ystu æsar. Við getum ekki neitað okkur um neitt, við þurfum mikð af öllu og það núna ! Fólk hjá flestum öðrum þjóðum er vant því að þurfa að forgangsraða; Menntun, húsnæði, gifting,börn o.s.f., en ekki Íslendingar, allt þetta skal gert á nóinu, þó að það lendi allt í lokum í fjárhagslegu og andlegu gjaldþroti.
Það er kostulegt að heyra fólk tala um að þetta og hitt, t.d. atvinnuleysisbætur og aðrar allskonar bætur séu svo lágar að það sé skortur á mannréttindum, á sama tíma og þarf að flytja inn fólk til að til að vinna þessi störf. E.h öryrkinn kvartaði yfir að bæturnar væru varla fyrir sígarettum !
Einn sem ég kannast við sem er búinn að fara illa með sig á vímugjöfum er búinn að koma sér á öryrkjabætur þó hann viðurkenni að hann geti alveg unnið, en eins og hann segir þá er það betra en að “grafa skurði”. En spurningin er hvort það er í raun betra, hann kvartar yfir að hafa ekkert samband í samfélaginu (vinna er stór hluti af því) og talar um að fara erlendis og lifa af bótunum þar. Er það þetta sem Öryrkjabandalagði er að berjast fyrir ?
Það sem er að gerast í Íslensku samfélagi er að það er breikka mikið bilið á milli þeirra sem gera e.h. af viti og þeirra sem virðast ekki vita hvað þeir eiga að gera, líklega er menntunar og uppeldisskorti að kenna um í seinna tilvikinu. Ég er að heyra víða (kom líka fram í dagblaði í vikunni) um síversnandi vinnu siðferði Íslendinga, þeir mæta ekki dögum saman annað hvort “veikir” eða þeir eru bara hættir en láta ekki vita af því, þeir eru kannski ekki vissir hvernær hvor er hvað ? Og nú er svo komið að það er jafnvel orðið erfitt að fá fólk frá A-Evrópu í þessi störf af því að þar er búið að misnota það.
Það verður gaman að sjá hvernig fer þegar fer að harðan á dalnum og “íslenskt hvítt rusl” fer að slást um lægst launuðu störfið og saka útlendinga um að taka frá þeim störfin.