Femmenistar og aðrir vinstrimenn þið eruð hræsnarar. Stór fullyrðing en ég ætla að standa við hana og ég ætla meira að segja að úskýra hana, meira en ég á von á að hópurinn sem ég er að ráðast á muni gera gagnvart mér.
Femmenistar tala um lýðræði og kvennréttindi, takið eftir ég sagði ekki jafnrétti heldur kvennréttindi. Markmið þeirra er oft hin svo kölluð 50% reglan það er að “jafnrétti” náist í 50% hlutfallinu. Helmingur þingmanna á að vera konur, stjórnenda fyrirtækja og annara “hæ klass” sétta. Talað er um kvennastéttir og laun þeirra enda gott að minna vel á sig þegar prófkjör og kosningar eru, en hvað með láglaunaðar kallastéttir, öskukallar og verkamenn borgarinnar, þið vitð þessir á appelsínugulu bílunum. Þegar femmenistar tala um helmingaregluna sína (50%) þá nefna þær aldrei að helmingur sjómanna eigi að vera konur hvað þá með smiði, pípar, rafvirkja, slökkvuliðsmenn, öskukalla, múrara, bínsínafgreiðslumenn, vélvirkja, bifvélavirkja, leigubílstjóra, strætisvagnstjór, flutningabílstjóar og fleirri. Gæti verið að þessar stéttir séu ekki jafn merkilegar og lögfræðingar, læknar, verkfræðingar, viðskiptafræðingar og stjórnmálamenn? Getur verið að femmenistar séu snobbaðar? Afhverju tala þær um stýrur í stað stjóra en ekki öskukonur í stað öskukalla?
Jafnrétti snýst ekki um 50% reglu, jafnrétti snýst um að allir í samfélaginu séu jafnir fyrir lögum. Hlutfall kvenna á vinnumarkaði snýst ekki um flettulista né þvingunaraðferðir stjórnvalda. Hlufall kvenna lagast með breittu hugarfari og frjálsum markaði, fyrirtæki hafa ekki efni á að líta framhjá hæfum einstaklingum á grunndvelli kynferðis.
En hvar liggur aðal hræsni femmenistanna og þá líka flestra vinstrimanna? Ef litið er á málefnalista vinstrimanna undanfarð þá hafa þeir fært sig frá gamal ráðstjórnarkerfinu yfir í hið svo kallaða lýðræði. Vinstrimenn hafa talað mikið um réttindi kvenna, ég velti fyrir mér hvaða rétt karlmenn hafa þá, auk þess hafa þeir talað mikið um lýðræðið og mikilvægi þess að þjóðin fái að taka þátt í kosningum um hitt og þetta. Á sama tíma eru flestir vinstrimenn og femmenistar harðir stuðningsmenn Palestínu og þeirra sjónarmiða og yfirleitt úthúða þeir Bandaríkjunum og Ísrael. Hræsnin er því þessi, í Ísrael er lýðræði þar sem menn allra trúarbragða geta tekið þátt og af báðum kynjum. Það sitja margir kristinr menn og nokkrir múslimar í Ísraelska þinginu og þó nokkuð margar konur. Jafnrétti er tryggt í lögum í Ísrael og réttindi minnihlutahópa svo sem samkynhneigðra og annara. Frjáls verslun er við líð og tjáningarfrelsi auk annar grunndvallaréttinda eru tryggð.
Í flestum löndum í kringum Ísrael, svo sem Jórdaníu, sýrlandi og Palestínu svo einhver séu nefnd, er bara múslimum leyft að taka þátt í stjórnmálum og sjaldnast konum. Lýðræði er af skornum skammti og minnihlutahópar eiga ekki sjö dagana sæla. Konur er kúgaðar og fæst grunndvallaréttindi eru virt. Þessar þjóðir styðja svo femmenistarnir og flestir vinstrimenn. Það rétt sem þeir segja: konur eru konum verstar.