Hafa skattar hækkað eða lækkað?

Mikil umræða er búin að vera að undanförnu um þetta mál. Sumir segja að þeir hafi hækkað en aðrir að þeir hafi lækkað og áhorfandin klórar sér í höfðinu og snýr sér í hringi.

Hvort er það þá?

Þegar við tölum um hvort að “skattar” hafi hækkað/lækkað þá er hægt að túlka þetta á tvennan hátt. Að “skattprósenta” hafi hækkað/lækkað eða að “skattbyrði” hefur hækkað/lækkað.
En raunin er sú að skattprósentan hefur lækkað í tíð núverandi ríkistjórnar en skattbyrðin hefur aukist. Þ.e.a.s. í þessum rjúkandi hagvexti sem hefur verið að undanförnu þá hafa laun fólks hækkað verulega og þar af leiðandi hefur ýmiss annar skattur lagst á það fólk sem hækkað hefur í launum t.d. fjármagnstekjuskattur, hátekjuskattur eða fasteignaskattur.

Af þessu má segja að:

Skattprósentan hefur lækkað!
En
Skattbyrðin hefur hækkað!

Þá komum við að upphaflegu spurningunni,
“hafa skattar hækkað eða lækkað?”
Hmm, eins og ég sagði þá er hægt að túlka þetta á tvennan hátt þannig þú getur sagt annaðhvort.
Þannig að þessi spurning fer í þversögn og það er akkúrat það sem hefur ruglað fólk í ríminu.

Ég vona að þetta útskýri þessa voðalega einkennilegu deilu.
www.frjalshyggja.is