Afar fá samkynhneigð pör staðfesta sambúð sína. T.d. las ég að árið 2004 var bara 1 lesbískt par, og sama ár (Og nú er það eitthvað sem mig minnir og getur misminnt) voru 3-5 hommapör sem staðfestu sína sambúð.

Hvað ætli það hefðu verið margar kirkjuvígslur.

Tvær?
Eða kannski engin.

Samt sem áður er sumt fólk sem þykir þetta vera of langt gengið að leyfa þeim að giftast í kirkju. Sumir kvarta yfir of hröðum breytingum, og bera jafnvel ásakanir á hendur samtakanna 78 um að þvinga trúfélög.

Ég er gagnkynhneigður karlmaður, en mér er samt hreint ekki sama um þennan vitlausa málflutning sem er í gangi. Mér er hreint ekki sama um delluna sem fólk lætur út úr sér í þessu samhengi og vill því koma nokkrum hlutum á hreint:

Í fyrsta lagi þá gefur lagafrumvarpið sem umræðan snýst um samkynhneigðum leyfi til að giftast hjá trúfélagi.

(Engin þvingun sumsé).

Í öðru lagi setur frumvarpið engar sérstakar skyldur á Þjóðkirkjuna. Þjóðkirkjan má gera það sem henni sýnist. Aftur á móti leyfist ásatrúarfélaginu og Fríkirkjunni að gifta þessi pör. Ég tel að þau myndu frekar vilja giftast hjá þeim sem vilja gifta þau fremur en að þröngva sér upp á Þjóðkirkjunna.

Í þriðja lagi þá voru þetta fordómar í biskupnum þótt að sumir vilji meina að þetta sé oflestur. En veltum orðum hans fyrir okkur:

Biskup sagði að ef samkynhneigðir fengu að giftast yrði hjónabandinu kastað á sorphauganna.

Hann orðaði það eilítið fínna eða:

Mér finnst að hjónabandið eigi inni smá umhugsunarfrest áður en því er hent á sorphauganna.

Hvað meinar maðurinn eiginlega? Eru allt í einu hjónabönd gagnkynhneigðra einskis virði af því að samkynhneigðir fá rétt á því að kalla sig hjón?

Finnst ykkur það virkilega skipta það miklu máli að eitt eða tvö pör á ári sækji vígsluathöfn í Fríkirkjunni eða Ásatrúarfélaginu?
Mér er skítsama.

Mér er aftur á móti ekki sama þegar einhverjir vilja banna þeim þetta af því þeim finnst breytingar vera of fljótar.