Ok skuggi, hörð gagnrýni, en mér dettur ekki í hug hvernig samkynhneigðir ættu að fá að giftast í kirkjum nema í sinni eigin kirkju, og það þyrfti ekki að vera sér hommakirkja, fullt af fólki á þessu landi sem er á móti stefnu kirkjunnar. Og það fólk samkynhneigt eða ekki, gætu endurskoðað biblíuna eftir eigin höfði. Var ekki eitt sinn maður sem gerði það? Og olli manndrápum um Evrópu og breytti gangi sögunnar?
* Það er ekki eitt trúfélag sem fer algjörlega og bókstaflega eftir biblíunni.
* Allavega tvö trúfélög hafa lýst yfir því að þau séu tilbúin að blessa hjónabönd samkynhneigðra.
* Hjónaband þarf ekki að vera trúarlegt, það voru ekki einu sinni trúarbrögð sem fundu upp á því.
En um ættleiðingu og tæknifrjóvgun er ég ekki viss, þó að vísu styð ég það. Ég er að læra sálfræði og þar er talað um það hvernig umhverfi hefur áhrif á æsku fólks, og æska fólks hefur einnig áhrif á hvernig fólk er í dag. Og það hvort barn alist upp hjá samkynhneigðu fólki eða ekki breytir líklegast engu. Vildi samt að þetta yrði rannsakað fyrst bara til að vera viss ef það hefur ekki verið gert nú þegar.
Flestar óháðar rannsóknir erlendis benda til þess að börnin hafi það ekkert verra en önnur. Kostir og gallar eins og við öll fjölskylduform.
En við eigum ekki að banna viss fjölskylduform í landinu eftir einhverjum rannsóknum. Hvað ef rannsóknir benda til þess að það sé verra að búa hjá einstæðum foreldrum eða ættleiðingar barna af öðrum kynþætti t.d.? Byrja að banna það og setja samfélagið okkar á annan enda?
Og fjölkvæni að MÍNU mati ætti að vera bannað, þó það sýnist kannski annað. Ef einn maður ætti margar konur þá myndi hann eignast líklega fleiri börn en með einni konu, og þessi börn myndu erfa hans gen. Og svo væru karlmenn sem myndu ekki geta gifst konum og því ekki fjölgað sér á sama hátt og giftur maður, þeirra gen myndu deyja út. Svo væru konur sem ættu marga menn, og hún myndi ekki vilja eignast mörg börn, ætti kannski 3 menn og myndi fæða 3 börn, yrði þá ekki stöðnun í fólksfjölga?
Þarna talar þú um stöðvun í fólksfjölgun og sprengingu á sama tíma. Hvernig væri að fara yfir þetta aftur? Auk þess eins og ég sagði vegna menningar okkar þá myndu ekki margir nýta sér þessa heimild. Þú hefur engan rétt til þess að stjórna því hvernig næsti maður dreifir sínum gegnum, auk þess að það þarf ekki hjónabönd til þess. Á meðan fjölkvæni er bannað þá er ekki menningarlegt og trúarlegt frelsi hér á landi, ég stend við það.
Af hverju höfum við verið að flytja inn þúsundir útlendinga seinustu árin? Íslendingar verða en þá undir 400 þúsund árið 2100, frjósemi er lítil og okkur væri byrjað að fækka ef innflutningur fólks væri ekki búið að aukast. Að sumir tkai upp fjölkvæni með fjölda barna myndi bara gera okkur gott enda er frjósemi of lítil í dag, sem getur skaðað efnahaginn til framtíðar.
Er bara hægt að stunda kynlíf innan hjónabands? Nei, mátt stunda kynlíf með hverjum sem er ef þú heldur lítið uppá gildi hjónabands. Einnig aukar það líkur á að þú fáir kynsjúkdóm og þar á meðal maki þinn.
Og? Bíddu viltu banna skyndikynni líka? Greinilega ekki mikill aðdáandi frelsis hér á ferðinni.
Er ég með þröngsýnar hugsanir vegna þess að ég hef öðruvísi skoðanir en þú? Vegni eigin hentisemi og hugsjónum um hið fullkomna samfélag? Hentar það mér betur hvort hommar giftist eða ekki? NEI!
Þetta svar tengdist hugsjónum þínum um að stjórna því hvernig næsti maður dreifir genum sínum.
væri það ekki frekar þú sem ert þröngsýnn með því að kalla mig “nautaskít” fyrir það?
Ég kallaði þig ekki nautaskít, heldur ummæli þín.