Matvöruverð og umræðan um verðmun milli Norðurlandana
Bónus og Krónan hafa verið í mikilli samkeppni undanfarið, borgað með vörum, dregið úr vöruvali og nú mætti halda að kominn væri tími á að verð hækkaði því að fyrirtækin þurfa að standa undir þessum kostnaði með sölu á öðrum vörum og/eða hækka vöruverð hjá sér töluvert yfir lágmarksverð.
Ég ætla ekki að segja að samkeppni sé slæm en eins og henni hefur verið háttað á milli þessara tveggja verslana þá getur hún aðeins endað með hörmungum. Fyrir verslanirnar með því að fara á hausinn eða neytendur því enginn á eftir að selja okkur vörur á lágmarksverði.
Matvöruverslanir á Íslandi hafa ætíð verið háðar innflytjendum því innlend matvælaframleiðsla er mjög takmörkuð. Við framleiðum einna helst þær vörur sem mest er hægt að græða á því þær eru svo miklar kjarnavörur t.d. kjöt, fisk, mjólk, ost, kex, brauð, sápur…
Í sannleika sagt er matvöruverð svona hátt á Íslandi því samkeppni skortir. Samkeppni skortir á milli innlendra vara og erlendra, t.d. kjöt, mjólk, ostar og jafnvel fisk.
Á meðan íslenskir framleiðendur þurfa ekki að keppast við að koma í veg fyrir sóun, rýrnun og lélega nýtni í framleiðslu sinni þá verður vöruverð hérna heima aldrei eins lágt og annarsstaðar í heiminum þar sem samkeppni milli framleiðenda er gríðarleg.
Heildsalar sem selja Bónus og Krónunni eru heldur ekki barnana bestir, fyrirtæki á borð við Danól og Íslensk-Ameríska eru orðnar að gríðalegum fyrirtækjasamsteypum sem ráða heilu mörkuðunum hér heima og gætu leikandi komið heilu verslanakeðjunum í þrot ef þeir vildu.
Þetta eru bæði Baugsmenn og Kaupásmenn meðvitaðir um og eru farnir að flytja inn mun meira sjálfir svo að þeir geti staðið undir kröfun neytenda óstuddir ef samsteyður þessara innlendu framleiðenda færu að leika þá grátt.
Ég veot ekki hver ykkar hafa tekið eftir vörunum sem Bónus hefur tekið uppá að selja undanfarið “Euro Shopper” Ég hef reyndar ekkert fyrir mér um það, en miðað við þær vörur sem ég hef prófað af þessu þá verð ég nú bara að segja mér að gæði vörunar komu mér án undantekningar á óvart. Hafrakex (digestive) t.d. kostaði 79.kr og fyrir mig mannin sem er hafrakexmaður, alla morgna með smjör og osti, ég á aldrei eftir að kaupa annað á meðan þetta býðst. Þetta er breakfast of choice fyrir mig núna. 79.kr í stað næstum 200.kr.
Þessi verðmunur er svakalegur, ekki í krónum heldur prósentum, sérstaklega ef hugsað er til þess að þetta er svar Bónus við samkeppni sem hefur kostað þá tugi ef ekki hundruði milljóna. Þeir hljóta að vera græða á því að selja þessar vörur, en þar sem enginn milliliður er (heildsali) þá geta þeir boðið svona lágt verð.
Heildsala á Íslandi er alveg einstaklega óþróuð, samkeppni er engin og lengi vel var heildsalan með einkaleyfi. Ég veit reyndar ekki hver þróunin hefur verið síðustu ár, en ég veit að þeir sem fluttu inn vöru sem seldist vel voru gulltryggði, enginn gat hringt til Nestlé og sagt “ ég skal kaupa tvöfallt meira af ykkur” og fengið umboðið vegna einkaleyfana ( þannig var þetta útskýrt fyrir mér allavega, ótrúlegt en satt)
Ég reyndar veit þá staðreind um fólk að því finnst auðveldara að trúa slæmum hlutum uppá fólk í áhrifastöðum heldur en góðum hlutum og slæmu hlutirnir gleymast seint.
Mér finnst bara nóg komið af umræðu um “Hvað verslanirnar eru að gera” lýtum á skattalegu hliðina og finnum út hvort það megi ekki lækka skatta á matvöru og/eða tolla/vörugjöld.
Það á að hætta að styrkja innlenda framleiðslu með peningum.
Það sem mundi styrkja innlenda framleiðendur mest væri spark í rassgatið með því að aflétta höftum og leyfa frjálsan innfluttning á matvælum af öllu tagi. Það mundi hvetja þá betur en peningar til að bæta framleiðslu sína til að auka líkur á sölu, það mundi draga úr kostnaði við framleiðsluna, í fáum orðum “ það mundi koma á samkeppni” og samkeppni er ekki slæm fyrir Íslendinga, við getum það. Ef grænmetisbóndinn getur ekki framleitt jafn ódýra tómata og Hollanskur bóndi, þá framleiðir hann bara betri og dýrari tómata.
Þetta mundi hvetja íslensku þjóðina til að kaupa íslenskar vöru sem loksins færu að standast raunverulegan samanburð við erlendar vörur, samanburð gerðan af okkur neytendum.
Þetta mundi einnig opna leiðir fyrir fleiri innfluttningsfyrirtæki (heildsala) og koma á samkeppni á þeim markaði.
Hafið í huga að þar sem fullkomin samkeppni ríkir þá er lítið um að fyrirtæki græði háar upphæðir, tugi milljarða o.s.f.
Baugur/Hagar hafa verið að græða sínar milljónir erlendis ekki hér heima með því að selja okkur mat. Heildsalarnir aftur á móti hafa verið að kaupa upp fyrirtæki á eftir fyrirtæki á eftir fyrirtæki.
Það mega mörg innfluttningsfyrirtæki skammast sín því álagning þeirra er á mörkum þess að vera siðferðislega rétt. Verslanir leggja svo minna á en fólk býst við.
En fyrst og fremst þá vil ég með þessari grein opna augu fólk fyrir þeim möguleika að hátt verð á matvöru séu hugsanlega einhverjum öðrum að kenna en Baugi og Kaupás. Þar fara fremstir í flokki skattar, tollar, vörugjöld og að lokum heildsalar.
Been there, done that
Rapport