Þetta er nokkuð sem ég byrjaði að velta fyrir mér í dag, eftir að hafa lesið fréttir í breskum fjölmiðlum og slæmt ástand á fasteignamarkaði þar, þar sem ung pör og einstaklingar hafa ekki efni á að kaupa sér húsnæði. Auk þess sem nánast allt land á bretlandseyjum er undirlagt af mannskepnunni og umhverfi einsleitt.

Mun mannmergðin á bretlandi, og n-evrópu, valda því að fólk í leit að betra umhverfi muni flykkjast til íslands? Ég tel svo vera, sérstaklega eftir að íslendingar eru byrjaðir að kaupa allt upp þar, og Ísland er orðið mun þekktara, þá vaknar upp ákveðinn áhugi hjá bretum á Íslandi.

Þekki ég nokkra breta sem hefðu sennilega áhuga á því að selja allt sitt í bretlandi og flytja hingað, kaupa sér MJÖG ÓDÝRT húsnæði á landsbyggðinni, og fá sér einhverja einfalda en góða vinnu.
Kostirnir telja þeir að stofna fjölskyldu í góðu umhverfi við fólk og náttúru. Einnig er Ísland ekki ýkja langt frá bretlandseyjum svo auðvelt og ódýrt er að fljúga á milli til að hitta ættingja.


Ekki skemmir fyrir að gott húsnæði á landsbyggðinni kostar aðeins brot af því sem sæmileg íbúð í London kostar. Og sennilega munu margir útlendingar nýta sér það og a.m.k. kaupa einhverskonar sumarhús hér.


Sennilega eru margir íslendingar á móti þessu, að hingað flæði inn þúsundir, tugi þúsundir, innflytjenda frá bretlandi. En er það virkilega svo slæmt?
Eftir því sem íslendingar eru fleiri þá er stækkar hagkerfið, og störfum fjölgar til að veita öllum þjónustu. Auk þess myndu bæirnir á landsbyggðinni styrkjast við aukinn fjölda, og þá yrði hægt að veita betri þjónustu.

En þetta fer allt eftir innflytjendalögum og reglum hér á Íslandi.
Tel ég að það gæti verið af hinu góða, kannski hefja tilraunaverkefni, bjóða ákveðnum fjölda af breskum fjölskyldum að flytja hingað til að hefja nýtt líf og fylgjast með áhrifum á þjóðfélagið og fjölskyldurnar.