Ég tjái mig hér um reykingamálið. Þar sem þetta svar var orðið full langt sendi ég það inn sem grein.
Ég er frjálslyndur og tel rétt sé að fólk fái að gera þetta ef það vill. Að sama skapi finnst mér að virða eigi rétt allra þeirra sem ekki reykja. Hinsvegar finnst mér þetta óþrifnaður og ráðlegg foreldrum eindregið að hvetja börn sín til þess að gera þetta ekki, ekki er verra heldur að vera þeim góð fyrirmynd og gera þetta ekki. Auk þess sé ég ekki ástæðu fyrir nokkurn mann að reyna ekki að losna við þetta. Ef lögunum væri fylgt myndi félagslegur þrístingur á fólk varðandi þetta minnka, en ég held bara því miður að það verði ekki farið stíft eftir þessum lögum.
(c:
En þessi lög eru líka til þess að sína að reykingar eru eitthvað sem er ekki fullkomlega eðlilegur hlutur. Það eru jú flestir sem reykja ekki og það er ekki jafn eðlilegt að gera það og gera það ekki. Að reykingar séu ekki almennt samþykktar er fyrir bestu fyrir samfélagið. Kostnaður ríkisins vegna sjúkdóma tengda reykingum er ógurlegur, auk þess sem lélegri heilsa almennings kemur niður á vinnuafköstum. Betri heilsa og líðan er öllum til hagsbóta. Þessi lög líkjast kanski einhverjum fasima en fyrir mér þá skiptir það þjóðfélag sem við færum komandi kynslóðir inn í og heilsa barna okkar meira en það.
Fólk sem reykir talar oft um að það þurfi að reykja á eftir mat. Það er ósiður og auðvitað þarftu það ekki frekar en annað. Sá siður getur einnig gert þér erfitt fyrir með að reykja. Þó að það sé viðsættanlegt að þú reykir á kaffihúsum og lélegri veitingastöðum þá er það ekki viðsættanlegt á betri veitingastöðum. Slík ómenning er ekki liðin, þú ferð í koníak-/reykherbergið eða á barinn, út eða annað. Stybban eyðileggur fyrir manni mat og drykk með að spilla bragði.
Loks vil ég benda á að það að fólk sé á móti reykingum þíðir ekki að það sé á móti þeim sem reykja. Fólk er mismunandi og þeir sem flokka fólk og alhæfa yfir hópa eru ekki mjög veraldarvanir. Slíkt er fordómar og fáviska.
Í lokin ætla ég að biðja barnshafandi konur sem reykja aða neyta annarra efna að hugsa um barnið. Þó það sé réttur þinn að gera eitt og annað er réttur barnsins það sem hafa skal forgang.
Ég mun líklega ekki svara fyrir mig, so flame me
-I