Íslenskur almenningur og ýmsir ráðamenn virðast hafa farið hamförum eftir fréttaflutning DV. Í greininni er farið nokkuð ýtarlega yfir upphaf lögreglurannsóknar á kennara á Ísafirði eftir að hann var kærður fyrir kynferðisafbrot þar sem tveir ungir drengir voru fórnarlömb. Í kjölfarið svipti sakborningur sig lífinu, samkvæmt bróður hans segir í bréfi hins kærða að það sé m.a. af sökum fréttaflutnings DV.
Það fyrsta sem ýmsir þingmenn og opinberar persónur gerðu var að fara á vefdagbækur sínar og hella úr reiðiskál sinni án þeim forsendum að engin fréttamiðill ætti að flytja svo hleypidómafullar fréttir þegar það var vitað mál að þær yrðu líklega skaðlegar persónu sem ekki hafði verið fundin sek af dómstólum. Þeim ferst verð ég að segja. Umræðan fór af stað í reiðikasti og einkennist af einu af því sem menn fordæmdu. Til hamingju, þið eruð *opinberlega* hræsnarar, ég fæ sem betur fer að halda því leyndu ásamt almúganum. Hjálmar Árnason, ég vil óska þér sérstaklega til hamingju. Sá ekki sem fær örugglega ekki mínar hamingju óskir af þessu tilefni er Mörður Árnason, sem virðist vera þess sinni að við ræðum málið á yfirveguðu nótunum og að alvöru.
Eitt af því sem fjölmiðlar hömruðu á var spurningin um hvort eigendur ættu ekki að nota ítök sín – þar sem hluthafar hafa venjulega þann möguleika – og þrýsta á fyrirtækið til að breyta stefnu sinni og hætta því sem venjulega er kalla slúðurfréttamennska. Má ég spyrja, og ég lofa að það er í mestu einlægni, vorum við ekki að rífast yfir því eins og óðir hundar hvort eigendur ákveðinna fréttamiðla ættu að skipta sér af fréttaflutningi þeirra? Þykir það stundum rétt að menn geri það, t.d. þegar það þjónar óðum lýðnum, en annars rangt ef það er t.d. til þess að bæta ímynd sína opinberlega. Þið fyrirgefið ef ég get ekki séð hversu gáfuleg þessi rök eru, í alvöru talað.
Í umræðunni barst það einnig á borð að DV hefði núna klúðrað málinu svo að hin kærði getur ekki varið sig fyrir dómstólum eða fréttamiðlum, þar sem hann er nú dauður. Bróðir hans hafði einnig haft orð á því að hann hefði ekki fengið tækifæri til að verja sig í greininni. Enn og aftur, í fullri einlægni, síðan hvenær er nokkrum sama? Engum datt í hug að spyrja hvort það væri rétt af Telmu og þeim systrum að fjalla um dauðan mann eins og skrímsli án þess að gefa honum rétt á því að verja sig. Ástæðan er ofur eðlileg, við gerum þær kröfur venjulega ekki. Ef einstaklingurinn grípur ekki tækifærið sjálfur, þá gerir það einhver annar líklegast (eins og ég tek nú afstöðu með DV, þó ekki nema í augnablik til að forða mönnum frá því að gera sig að fífli). Var það ekki sá kærði sem svipti sig möguleikanum um leið og hann svipti sig lífi? Við getum varla álasað DV fyrir þetta þegar að menn álasa engum fyrir þetta venjulega.
Hafa ber í huga að tveir höfðu kært, sá þriðji var á leiðinni og þrír til viðbótar myndu bera vitni ef til þess kæmi. Ung fréttakona sagði í Kastljósinu að vitnisburður einn myndi líklegast ekki gagnast einn og sér og spurði hvort ritstjóri DV hefði nokkuð verið of fljótur á sér að samþykkja þessa grein. Hún verður að fyrirgefa þegar ég segi, þú hefur ekki hundsvit á nauðgunarmálum! Oft eru einu sönnunargögnin það eina sem notað er í nauðgunarmálum, tekin er sálfræðiskýrsla og mat lagt á hvort hægt sé að taka mark á vitnisburðinum, ef það er hægt er vitnisburðurinn alveg nóg. Þá spyr ég, er ekki ágætur grundvöllur fyrir málinu ef að sex vitnisburðir eru til? Fyrir dómstólum hefði það dugað, þ.e.a.s. ef að sálfræðingur hefði geta sýnt að mark væri takandi á vitnisburðinum. Við getum ekki farið út í pælingar um það núna, en það er augljóst að þessi fullyrðing fréttamansins hjá RÚV var röng og að DV hafði vissulega einhvern grundvöll fyrir greininni, maður hafði verið kærður fyrir glæp og allt að sex vitni hefðu geta svarið glæpinn sannan, ástæða til að flytja fréttina? Menn hefðu þakkað fyrir svona viðvaranir, þó það væri með fyrirvara, ef Steingrímur Njálsson ættu hlut að máli, hversu oft var hann sakaður um eitthvað sem að hann hafði verið sýknaður af fyrir dómi? Eru svo miklar dagabreytingar í hugsunum manna að þau sjá ekkert í samhengi?
Svo spyr ég líka þá 13.000 sem skrifuðu undir mótmæli ýmissa velvirkra samtaka, hvað tók það ykkur eiginlega langan tíma að móta ykkar skoðun? Lásu þið greinina? Vógu þið og tóku til greina eins marga þætti og mest þið máttuð? Hafið það í huga að þetta er það sem þið eruð að gagnrýna DV fyrir, að fella sleggjudóma á litlum grundvelli.
Ég við ykkur að átta ykkur á því að ég ætla ekki að verja DV sérstaklega fyrir framgöngu sína, ég mun líklegast ekki gera það. Gerið mér þann greiða hinsvegar að íhuga málefnin vandlega áður en þið hlaupið ofan í sömu gryfju og þeir sem andmælendur ykkar eru í. Málið er ekki einfalt og svo ég steli orðum Mörð Árnasonar í lokin:
„Harmleikurinn á Ísafirði er þess eðlis að núna eigum við að sýna stillingu og tillitssemi. Við vitum ekki hverjar aðstæður voru, vitum ekki hvernig sjálfsvígið bar að, vitum ekki um atburðarás sem á undan fór. Látum lögregluna og Blaðamannafélagið rannsaka málið, leyfum aðstandendum öllum að ná sér eftir atburðinn. Ræðum málið síðan af yfirvegun og í alvöru. Þessvegna ætla ég ekki, að minnsta kosti að sinni, að rita nafn mitt undir netáskorun þar sem sökudólgur hefur þegar verið fundinn og skal refsað strax,"
Góðar stundir og vinsamlegast takið ekki þrumurnar of alvarlega :D