Nú held ég að DV hafi einfaldlega gengið einum of djöfulli langt í sinni árásum gegn dæmdu sem og ódæmdu fólki í landinu.
Frétt barst í morgun á forsíðu blaðsins sem bar titilinn “Einhentur kennari sagður nauðga piltum” og af honum birt mynd svona til að krydda uppá fréttina.
Eins og sagt er í grein Visis.is sem má lesa hér :
http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060110/FRETTIR01/60110081/1091
Þá sagði maðurinn sjálfur að málið byggði á misskilningi. Enginn dómur hefur fallið í málinu og málið er á frumstigi og það eina sem DV hafði í höndunum var orð tveggja pilta gegn orðum mannsins, sem eru engan vegin nægar ástæður til að birta mynd af viðkomandi að mínu mati alla vega, enda orðstír og jafnvel líf viðkomandi í húfi.
Þessi sami maður og undir ásökunum situr, eða sat réttara sagt, svipti sig lífi í morgun.
Hversu langt ætlar þetta ruslblað að ganga?
Ég hélt að það gengi yfir allar ásakanir og kærur að enginn er sekur fyrr en sannaður sekur!
Ástæðan fyrir því að maðurinn svipti sig lífi munum við væntanlega ekki fá að vita, þar sem annar málsaðili er látinn og eingöngu sitja eftir orð gegn engu núna.
Gæti verið það að málið var var á rökum reist, en gæti líka verið vegna umfjöllunar DV um málið og myndbirtingu og þar af leiðandi mannorðsskemmandi meiðyrði og fullyrðingar blaðsins í morgun.
Og gæti líka verið vegna þess að málið er á rökum reist og til að bæta gráu ofan á svart þá er birt mynd og fullt nafn um málið og maðurin bókstaflega sakaður um málið án sannana á forsíðunni!
En þó svo að málið væri á rökum reist, hvaða rétt hefur blaðið á því, að birta myndir af mönnum sem eingöngu eru komnar ásakanir gegn?
Engin sönnun liggur fyrir, heldur orð gegn orði og maður er látinn… Eitt líf horfið.
Búið!
Held að það ætti að fara að setja lögbann á þetta blessaða eða óblessaða blað, eða einfaldlega meina því að birta myndir af nokkrum mönnum/kvenmönnum yfir höfuð nema kannski ef beinar sannanir liggja fyrir og þá með leyfi frá ríkislögreglustjóra eða hverjum þeim sem ætti hugsanlega að geta gefið leyfi fyrir slíkum myndbirtingum.
ViceRoy