Það er vegna þess að í flestum tilvikum er fólkið þröngsýnt og raunverulega hefur eitthvað á móti samkynhneigðum (þá sérstaklega hommum). Fordómarnir eru ekki ólíkir því sem svart fólk þurfti að þola, þangað til að við samþykktum að þeir voru ekki einhver ónáttúra eða óæðri menn sem eiga bara að tína baðmull.
Samkynhneigð þarf ekki að vera erfðagalli, það getur verið lærð hegðun eða samblanda af báðu eins og hlutirnir eru oftast.
*
Skoðum nú þessi rök þín:
(1) 3 samkynhneigðar rollur finnast í náttúrunni,
(1a) þ.a.l. eru þær náttúrulegar.
(2) Samkynhneigðar rollur eignast ekki börn.
(3) Að eignast börn er náttúrulegt,
(3a) þ.a.l. eru þeir sem eignast ekki börn ónáttúrulegir.
Niðurstaða: af (2) og (3a) má sjá að (5) samkynhneigð er ónáttúruleg.
Í fyrsta lagi er þetta augljóslega mótsögn, rollurnar eru á sama tíma ónáttúrulegar og náttúrulegar, nema þá að (1a) einfaldlega gildir ekki, en það skiptir ekki máli ef afgangurinn er skoðaður. Í öðru lagi er forsenda (2) röng, samkynhneigðir eignast fæstir börn vegna þess að þeir stunda kynlíf með sama kyninu, en það er val. Það þýðir samt ekki að þau geti það ekki. Það eru dæmi um það að samkynhneigð pör biðji þriðja aðila að ganga með barnið sitt, og það er vel hægt. Margir samkynhneigðir eru jafnvel giftir og eru búnir að eignast börn áður en þeir “koma út úr skápnum” eins og það er kallað. (3a) er líka röng ályktun, ófrjósemi (hvort sem hún er erfðagalli eða ekki) veldur því að lífverur geta ekki eignast afkvæmi, en skv. skilgreiningu myndi þessi vera hætta að vera lifandi. Þetta myndi hinsvegar engin líffræðingur taka til greina, það skilgreiningin sem er takmörkuð ekki lífveran sem hættir að lifa vegna breytingar á einum eiginleika. T.d. væri fáránlegt að segja að múlasnar séu ekki lifandi, þeir eru vissulega ófrjóir, en lifandi eru þeir. Fyrir svo utan það að það eru ekki bara lifandi hlutir sem mynda náttúruna, eldfjöll eru hluti af náttúrunni og hver einasti steinn, það tekur engin upp stein í fjörunni og segir: “Hey, þessi er öðruvísi en flest annað sem ég hef séð, hann getur ekki verið hluti af náttúrunni.” Það er alveg út í hött. Samkynhneigð er eitthvað sem gerðist í náttúrunni og við höfum sagnfræðilegar heimildir fyrir því að hún hafi verið til meðal manna í þúsundir ára (jafnvel hluti af helgisiðum), og hefur örugglega verið það lengur þar sem hún finnst meðal annarra dýra.
*
Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að fólk segir einfaldlega að hinn og þessi séu þröngsýnir, þeir færa léleg rök fyrir máli sínu eða engin og finnst allt í lagi að vera á móti ákveðnum eiginleikum fólks eins og það sé eitthvað vitsamlegt val sem aðrir eiga að virða. Sú skoðun er einfaldlega út í hött og það er alveg skiljanlegt að fólk missi þolinmæði og kalli bara hvern þann sem lætur svona þröngsýnan.
Þú spyrð samt eins og þröngsýnn maður ef þú sérð þetta ekki (eða hvað?), er það ekki bara önnur gerð að þröngsýni að sjá ekki að fólk er einfaldlega búið að fá leið á fólki sem heldur enn í íhaldsamar og ruglaðar skoðanir sem er búið að brjóta á bak aftur endalaust?
Að sjálfsögðu er það rangt af mér að kalla þig þröngsýnan, en þá hlýtur að vera rangt að segja að hitt fólkið sem er búið að fá nóg af svona umræðu (sem virðist bara vera endurtekning) þröngsýnt. Það er afar erfitt að vera umburðalyndur, en umburðarlyndi snýst mikið meira um að gera sér grein fyrir eigin göllum frekar en að sjá galla annarra :)
Vandamálið er, að ég held, að ef persóna er búin að móta sér skoðun um að samkynhneigð sé ónáttúruleg t.d., þá dettur henni sjaldnast til hugar að fara og lesa rök á móti þeirri skoðun (sem þú getur farið og fundið út um allt á Internetinu) eða les sér nokkurntíman til. Þess vegna er talað um þröngsýni og fordóma, skoðun okkar byggist of oft á takmörkuðum upplýsingum og óskynsamlegum ályktunum. Ég geri þetta oft sjálfur og finnst það afar leiðinlegt, hinsvegar þegar maður er orðin nokkuð sáttur við það að gera mistök vil breyta skoðunarmótun sinni þá finnst manni ekki eins erfitt að viðurkenna að maður hafi rangt fyrir sér. Þess vegna myndi ég ekki kalla þig hálfvita fyrir að láta þér detta þetta í hug eða þröngsýnan, ég hef líklegast gert eitthvað sambærilegt svo það væri bara heimskulegt af mér. Hinsvegar bið ég þig að íhuga að fara varlega í að móta þér skoðun á stórum deilumálum, það auðveldar bæði þér og öðrum skoðanaskipti, ég vona að þér finnist ég ekki ókurteis að gera kröfu á þig ;D