Í endalausum netumræðum þeirra sem minnihlutann skipa í samfélaginu kemur fram ýmislegt sem haldið er fram að sé sannleikurinn. Sannleikurinn um hin ýmsustu mál sem snerta okkur öll í þessu litla þjóðfélagi á einn eða annan hátt. En ef að þetta er sannleikurinn uppmálaður sem kemur fram í samtölum okkar netverja, afhverju er hann þá ekki sagðir í þeim miðlum sem nær til fólksins sem lætur mata sig af upplýsingum í stað þess að leitast eftir að skilja og læra upp á eigin spítur?
Maður hlítur líka að spurja sig að því hvaðan fréttirnar koma og hvaðan umfjöllunun kemur sem er um málefnin sem varðar samfélagið? Eru þau sköpuð af auðvaldinu og þeim fáu þingmönnum sem sjá um málefni líðandi stundar? Rétt er kannski að taka fram að meirihluti þessara þingmanna er auðvaldið - ef ekki allir.
Hvernig getum við þá unnið bug á þessum ranglátu aðferðum og valdaníðslu auðvaldsins sem það beytir til að fá vilja sínum framgengt? Allur þessu áróður - og ég leyfi mér fyllilega að kalla þetta hreinan áróður að hálfu stjórnvalda - gefur þeim sem leyfa fjölmiðlum dagsins í dag að mata sig upplýsinga ekki kostur á öðru en að fylgja stjórnvöldum og auðvaldinu í blindni.
Sorglegur raunveruleiki að í landi sem ber nafnið Lýðveldið Ísland virðist ekki lengur vera lýðveldi, kannski í mesta lagi banana-lýðveldi.
Ætli sé ekki einfaldast að svara þessu á þá leið að heimurinn sé ekki sanngjarn og maður verði að sætta sig við það til að geta einhverntíman orðið hluti af auðvaldinu - kaldur og tilfinningalaus?
Fenrir Greyback