Ég held það sé um 300% meira af blý í andrúmsloftinu en það var fyrir u.þ.b. 100 árum, en fyrir það sáum við líka fleiri stjörnur á himninum með berum augum. Málið er að iðnbyltingin hefur snúist dálítið mikið um að búa til eða finna upp vandamál og laga þau síðan aftur, hinsvegar verður að viðurkennast að þegar allt er tekið saman erum við líklegast búin að laga meira en við eyðilögum – sem betur fer.
Mengunin sem kemur frá einu álveri samsvarar því sem kemur frá um 150 þúsund bílum ef ég man rétt, ég held að menn ættu að íhuga frekar aðrar leiðir til að skapa atvinnu hér á landi. Það er frekar furðulegt að aðrir möguleikar sem kunna að koma til greina hafa, held ég, ekkert verið kynntir að viti. Kemur virkilega ekkert annað til greina eða hefur umræðan einfaldlega verið svo einhverf að það sér engin aðra leið?
Frekar fyndin umræðan um þetta allt saman, foreldrar eru hvattir til þess að geyma börn sín innivið en ekki minnst einu orði um það að hugsanlega mætti draga úr bílumferð. Mér leist vel á hugmyndina um að hafa frítt í strætó, það kostar borgina hvort eð er ekki mikið meira, kannski myndu fleiri nota þá fyrir vikið. Þrátt fyrir hátt bensínverð virðast menn ekki kvika frá því að rúnta í nokkrar klukkustundir, þetta er alveg stórfurðulegt. Fær mann til að efast um að hægt sé að hvetja þetta fólk til að draga úr bensín notkun (hér væri skemmtilegra að tala um eyðslu en ekki víst að það sé með öllu rétt, eða hvað?). En fyrst ég minntist á börnin; skeggjaðir fræðingar okkar segja að börn sem ekki leika sér úti í drullu og skít eiga á hættu að fá hvítblæði mikið heldur en þau sem velta sér upp úr drullunni eins og svín, það kann að vera bráðholt að éta sand, það sem drepur þig ekki styrkir þig – allavega styrkir sandátið ónæmiskerfið. Einhverstaðar þurfa mörkin að liggja greinilega, það þýðir ekki að loka þessi börn inni til lengri tíma nema við viljum að þau breytist í einhver nosferatú-líki.
… og já, BNA og Evrópuríki eru búin að vera að stoppa blýnotkun í bensín síðan um 1980, flestir nýjir bílar (fyrir 1971) þurfa ekki blý og ég held að það sé ekki selt lengur á dælum (eins og einhver annar sagði að ofan, getur bætt því við, ekki það að bílinn myndi líklegast ganga án þess þó það færi ekki vel með og væri leiðinlegt að keyra hann).