Ég geri mér alveg grein fyrir því að þeir teiknuðu húsið og hafa lagt mikla vinnu í það en málið er að mér bara fleiri í þjóðfélaginu leggja mikla vinnu í það sem þeir gera án þess að þeir geta eða vilja skipta sér af högum annara.
Dæmi eru um það að Arkitektar neiti fólki um að breyta húsi sínu samkvæmt högum eigenda húsanna. T.d. að segja kvist á hús eða eitthvað þvíumlíkt.
Mér finnst það bara rangt . Það er ekki hann sem býr í húsinu. Tímarnir breytast og mennirnir með og fólkið sem býr í húsinu á að ráða því hvernig húsið er þó innan ákveðinna marka. Arkitekt á bara að hanna húsið og afsala sér höfundarétti til kaupanda. Það var nú hringt í einhvern Íslenskan arkitekt um daginn sem var í skotlandi og hann var að lýsa hneykslan sinni yfir því að það ætti að rífa húsið sem hann hannaði fyrir fjölmörgum árum síðan.
Mér finnst hann eigi bara ekkert að skipta sér að því hvað fólk vill gera við einhverja steinsteypu. því eins og ég sagði áðan býr hann ekkert í húsinu . Hvað næst . Smiðirnir að mótmæla að einhver vilja breyta eða byggja nýtt. Mér finnst þetta bara væl.
Hvað með innanhúsarkitekta. Fara þeir fram á að það megi engu breyta innanhúss það sem þeir hafa hannað???????
Ég væri til í að heyra í fólki sem þekkir betur til þessara mála .
JHJ….99 prósent af því sem við segjum og gerum er tilgangslaust