Ef hún myndi gefa 10 þúsund kall í góðgerðarmál væri það bara hið besta mál. Skárra en að eyða því í búninga fyrir gaypride eins og þú gerir sennilega.
Vá bara orðið persónulegt. Afsakið fyrir að hafa skoðanir. Við verðum náttúrulega öll að beygja okkur undir pólitíska rétthugsun, annað er bara geðveiki.
Ég hef ekki eytt krónu í Gay Pride, hef samt reyndar tekið einu sinni þátt í að selja fána og aðra hluti til styrktar hátíðarinnar.
Eins og ég sagði áðan í kaldhæðni, þá er það alveg HRÆÐILEGUR glæpur að hún skuli taka þá ákvörðun að styrka góðgerðarmál og reyna að bæta heiminn.
Ég er að tala um ákvörðunina um að svelta sig.
Minnki við sig? Þetta fólk getur ekki unnið og á að fá bætur fyrir það. Ísland er með ríkari löndum heimsins miðað við höfðatölu þannig það er alveg hægt að veit þessu fólki aðstoð.
Það er hægt að hjálpa fólki á annan hátt en í gegnum stjórnvöld. Efast um að þú hafir tekið upp budduna og sent konunni peninga þegar þú sást fréttina.
Eins og Deadpoet segir í ljóðinu þá væri kannski gáfulegra að auka bætur fólks sem þarf virkilega á þeim að halda heldur en að auka laun feitra pólitíkusa.
Öryrkjavæðingin hefur nú tvöfaldað fjölda öryrkja á Íslandi á u.þ.b. áratugi, er vit í því í stað þess að hækka bæturnar hjá þeim sem virkilega þurfa þess? Ung kona með bakverki, ung kona í offþyngd, miðaldra alki, ungur hasshaus… Þetta eru allt dæmi um einstaklinga sem ég persónulega veit um og eru að þyggja öryrkjabætur.
Feita pólitíkusa? Ertu virkilega ekki að átta þig á mikilvægi þess að hafa lýðræði og toppfólk þegar kemur að stjórnvöldum? Hvað með forstjóra fyrirtækja sem eru að fá t.d. 5 milljónir eða meira á mánuði? Viltu ekki bara setja hámarkslaun í landinu? Ég meina sjálfurs forsætisráðherra má ekki hafa milljón krónur í laun svo þú myndir örugglega samþykkja slíkt fljótt. Auk þess að pólitíkusar eru oft að taka ákvarðanir upp á marga milljarða þó að laun þeirra séu bara brot af því, í ýmis gæluverkefni sem eru alls ekki lífsnauðsynleg. T.d. tónlistarhúsið fræga sem kostar 12 milljarða.
Og svo er alls ekkert sjálfsagt að fólk eigi einhverja ættingja til að hjálpa sér, sumir eru alveg einir og hafa kannski virkilega ástæðu til þess að vera þunglindir. Hugsaðir þú út í það?
Ég efast ekki um að konan sér þunglynd. En eins og ég útskýrði þá er það aldrei gott fyrir þunglyndissjúklinga að vera heima á bótum nema það sé tímabundið í uppbyggingu. Þunglyndir eru í hættu á að verða félagslega einangraðir sem er eins og að hella olíu á eldinn, að fá að sitja heima á þunglyndisbótum alla ævi er ekki beint hvetjandi til þess að rífa sig upp úr ástandinu auk þess að maður getur einangrast við það. Konan á greinilega ættingja enda eru þeir allir að styðja hana í að svelta sig, hafa vald til þess að svipta hana forræði og koma henni á geðdeild (þar sem hún meðal annars fær húsnæði, fæði og lyf ókeypis).
Minnki við sig?
Já þú veist. Heimabíótækið, einkabílinn, húsið. Eins og ég sagði er hægt að fá mat og húsnæði fyrir um 50 þúsund á mánuði. Bætur hljóta að eiga að tryggja fólki nauðsynjar en ekki að viðhalda góðum lífsstíl.
Hvað skeður svo þegar öryrkjar verða komnir með hærri bætur en þau þúsundir manna sem eru á lágmarkslaunum eða rétt yfir? T.d. afgreiðslufólk eða ómenntaðir leiksskólaleiðbeinendur. Það verður nú ágætis sprettur á núverandi öryrkjaþróun, hver vill vinna 50 tíma í Bónus þegar maður getur bara verið heima þunglyndur og á fullum launum?
Reyndar vissi ég ekki að þessi kona væri öryrkji vegna þunglindis, ég vissi ekki einu sinni að það væri hægt og finnst mér það í rauninni fáránlegt því þunglindi er bara hugarástand ekki einhver fötlun eða sjúkdómur.
Þetta er reyndar ekki alveg rétt. Þú ert að rugla saman tilfinningunni depurð og að vera greindur með þunglyndissjúkdóm. Slíkt fá oft einstaklingar sem hafa haft bara frekar gott líf en eru með gallaða efnaskiptingu í heilanum. Enda virka hefðbundin þunglyndislyf aðeins á slíka sjúkdóma en ekki heilbrigt fólk sem verður tímabundið þunglynt t.d. vegna andláts í fjölskyldunni eða hjartasorg. Mesta skömmin við þetta mál er að það sé leyft konu sem er geðveik að skaða sjálfa sig í einhverri maníu. Því lengur sem hún sveltir sig því meira finnur hún fyrir sínum andlegu veikleikum, kæmi mér ekki á óvart ef hún myndi ljúka þessu af með annarri aðferð áður en sveltið gerir það. Auk þess að það er viss lausn allavega tímabundið að hún komist í öruggt umhverfi með fæði og húsnæði.
Í sjálfu sér er ég ekki á móti öryrkjum eða að þeir fái betra líf. Ég er bara orðinn þreyttur á því að stjórnvöld eigi alltaf að sjá um slíkt og koma á hinu fullkomna samfélagi. Langamma mín var einmitt að segja mér frá þeim tíma þegar hún þurfti að ferðast um landið til þess að finna vinnustaði í sveitabýlum handa börnunum sínum vegna þess að hún missti manninn sinn á sjó og gat engan veginn séð fyrir þeim. Góðmennska nágrannans í þá daga var að taka slík dæmi framyfir önnur og reyna að finna leið til þess að taka að sér þá sem eru í hættu á að geta ekki haldið sér á lífi. En það sem hún sagði við mig svo að þó að það hafi verið gott að þetta hafi breyst, að þá sé það orðið of gott í dag. Í einföldum orðum er kynslóðin í dag löt og á auðveldara með að brotna niður en fyrri kynlóðir, sem meðal annars endurspeglast í sjálfsmorðum og fíkniefnaneyslu. Allir þurfa smá spark í rassinn, ef maður hefur 100% öryggi á að fá allt í hendurnar t.d. af stjórnvöldum þá hefur það skelfileg áhrif á samfélagið og á endanum er það komið hring og bitnar líka á öryrkjum ásamt öllum öðrum.