Hellisheiðin er eini staðurinn fyrir Reykvíkinga að skoða stjörnur (sem er ekki allt of langt í burtu).
Þegar þetta gífurlega ljós bætist við verður erfitt að sjá Norðurljósin í Reykjarvík, auk þess sem sýnilegum stjörnum mun fækka (og eru þær mjög fáar núna), og það versta er að ég þarf að fara alla leið til Krísuvíkur til að fá ágætan himinn.
Mér finnst persónulega að þessi lýsing eigi að fara í umhverfismat þar sem stjörnuhiminn er auðvitað partur af umhverfinu okkar, og ljós er það sem eiðileggur þann part.
Fyrir þá sem ekki hafa áhuga á stjörnufræði eða hafa kynnt sér þetta lítið og segja að við getum skoðað hérna á höfuðborgarsvæðinu þá er það alrangt, það er næstum því tilgangslaust að skoða himininn hérna í bænum þar sem lang flestar stjörnurnar hverfa, auk þess sem ekki er hægt sjá ýmsa aðra hluti sem leynast þarna uppi, og hvernig haldi þið að það sé þá að skoða með kíki!
Kveðja
-okay
Afsakið fjölda stafsetningavilla
Reason is immortal, all else mortal.