1. Staðfest samvist (heitir það ekki annar það) sem er hérna á Íslandi, gefur það ekki hommum og lesbíum sem staðfesta samvist sína, öll þau réttindi sem að maður og kona fá þegar þau gifta sig? (fyrir utan að fá að ættleiða börn).
2. Ef svo er, fyrir hverju er þá verið að berjast? Að samkynhneigðir fái að gifta sig í kirkju? Er það ekki kirkjunnar að ákveða?
Ég held að það séu flest réttindi. Fyrir utan hluti eins og tæknifrjóvgun og ættleiðingar. Einfaldast til þess að tryggja réttindi allra er að hafa sama ákveði í lögum, sama hvort það séu samkynhneigð pör eða gagnkynhneigð. Auk þess að bara heitið á þessu “staðfest samvist” hljómar ekkert rosalega vel. Hvað á maður að kalla makann sinn? Þetta er “staðfesti makinn minn”?
Í raun er bara verið að einfalda hlutina og tryggja sömu réttindi handa samkynhneigðum með því að koma þeim í sama ákvæði. Í hvert skipti sem er samið ný lög um hjónaband þá þarf ekki sérstaklega að taka fram hvort þau gildi fyrir samkynhneigð eða ekki.
Einnig er verið að leyfa þeim TRÚFÉLÖGUM (ath að það eru fleiri trúarbrögð hérna en kristin trú og fleiri trúfélög innan hennar en Þjóðkirkjan) að blessa hjónabönd samkynhneigðra ef þau kjósa. Enginn hefur talað um að neyða Þjóðkirkjuna til þess, þó að prestar innan hennar megi gera það (sem þeir gátu ekki áður jafnvel þó þeir vildu það, hafnað pappírunum seinna af yfirvöldum).
Biblíunni, sem að allt hennar starf byggist á? (sbr. 3. Mósebók, Leveticus 18.22: Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri … )
3. Afhverju vilja samkynhneigðir eiginlega gifta sig í kirkju? Væri ekki hægt að gera einhverja athöfn úr því þegar samkynhneigt par staðfestir samvist sína? Það eru oft mjög hátíðlegar athafnir haldnar þó þær séu ekki haldnar í kirkju.
* Það er mjög misjafnt hvernig fólk túlkar þessa línu, enda frekar óskýr. Auk þess að hún nefnir ekkert um ást eða hjónabönd, aðeins kynlíf.
* Af hverju vilja gagnkynhneigðir gifta sig í kirkju án þess að hafa farið eftir leiðbeiningum Biblíunnar? T.d. þeir sem hafa stundað kynlíf utan hjónabands eða sleppt því að grýta börn (þetta er meira að segja í gamla testamenntinu alveg eins og línan um samkynhneigða sem þú komst með).
* Það vilja ekkert allir samkynhneigðir giftast í kirkju, auk þess að það hefur enginn talað um að neyða yfir kirkjuna slíkt. Aðeins að yfirvöld samþykki hjónabönd samkynhneigðra eins og önnur, í stað þess að hafna pappírunum og neyða samkynhneigða til þess að fara til sýslumanns.
4. Er þetta ekki allt saman bara einhver minnimáttarkennd í samkynhneigðum vegna þess að kirkjan vill ekki viðurkenna þetta sem eðlilegan lífsstíl?
Þetta er sorg og reiði í hjarta samkynhneigðra að þjóðfélagið sé en þá ekki komið með það á svart og hvítt að þeir hafi full réttindi nú árið 2005.
Ég meina, hversvegna vilja þeir neiða kirkjuna með lögum til þess að viðurkenna þetta? Kirkjan er trúarleg stofnun sem fer eftir trúarlegu riti sem mælir gegn þessu, afhverju er kirkjan ekki bara látin í friði?
Hjónaband er lagalegt og trúarlegt fyrirbæri hér á landi. Verður að passa að rugla þessu ekki saman. En í raun væri best í sjálfu sér að fella niður sérstök ákvæði um hjónabönd í lögum landsins, þannig að það verði aðeins trúarleg merking í því. Algengt er í dag að fólk gifti sig eða skilji upp á að breyta stöðu sinni gagnvart lögum landsins og réttindum. Svo eru líka mörg gagnkynhneigð pör sem hafa engan áhuga á að giftast og eru því annars flokks pör samkvæmt lögum, er það ekki í sjálfu sér þvingun til hjónabands af yfirvöldum?
Að lokum vill ég benda á að ég er ekki að reyna stofna til neinna leiðinda, þetta eru bara hlutir sem ég hef verið að velta fyrir mér og mundi vilja fá aðra hlið á, væri mjög gaman að sjá hvað samkynhneigðir segðu um þetta mál.
Ég ættla biðja þá sem eru í einhverju reiðikasti eða eitthvað svoleiðis að bíða bara aðeins með það að skrifa comment þangað til þið getið rætt þetta á málefnalegum nótum.
Ég er samkynhneigður og er ekkert að æsa mig. Ég geri mér grein fyrir að margir eru að misskilja þetta frumvarp auk þess að allir eiga að hafa rétt á sínum skoðunum. Ég þekki marga samkynhneigða sem eru á móti því að kirkjan blessi hjónabönd samkynhneigðra, óháð því hvort hún taki upp á því sjálf eða verði neydd til þess.