Auðvitað virði ég skoðanir annarra. Hvernig get ætlast til þess að mínar séu virtar ef ég geri ekki slíkt hið sama. Þetta er dæmi um góða siði sem fylgja trú!
Ég tók þín rök og gerði að mínum. Það er athyglisvert hvernig þú svarar því “fokkaðu þér”. Ekki kristilegt það. Ég skil hins vegar það að þú viljir málefnalega umræðu. Ég vil það líka. Ég gef mér ákveðnar forsendur og þú líka. Auðvitað finnast mér mínar vera réttari. Að sjálfsögðu.
Ég er tílbúinn að hlusta á öll rökum um tilvist guðs. Það er ekkert sem mér finnst benda til tilvistar guðs. En ég geri mér grein fyrir því að ég hafi ekki endilega rétt fyrir mér. Og er því tilbúinn að skipta um skoðun ef mér eru bent á góð rök til að gera það. Þetta er mér samt svo fjarlægt að ég sé ekki að ég skipti um skoðun fyrr en ég hitti guð. Þá að sjálfsögðu viðkenni ég rangtúlkun mína.
En eitthvað nær raunveruleikanum, það á ég erfitt með að sjá. En mikið rosalega hefði ég gaman og gott af því ef einhver gæti bent mér á með málefnalegum rökum að guð væri til.
Ég reyni að byggja skoðanir mínar á rökum. Tekst það alltaf? Nei. Skipti ég um skoðanir? Já. Ber ég virðingum fyrir skoðunum annarra? Já, ég græði helling á því sjálfur.
Ég skil fólk vel sem betir tilfinningarökum, geri það oft sjálfur. En þau hljóta að þurfa að lúta höfði fyrir hlutlægum rökum. Að beita huglægum rökum hef ég oft brennt mig á.
Það er fullt af fólki sem trúir á guð. Er það betra fólk en annnað? Sumir eru það, aðrir ekki. Eru allir sem trúa ekki á guð vondir? Sumir eru það ekki allir.
En ég bið þá sem trúa að deila með mér af hverju þeir trúa. Sumir telja það ekki til neins. En það þarf bara einn sem gerir það. Ég treysit á hann að tjá sig.
Með jólasveininn og guð.
Má vel vera að þeir séu ekkert sambærilegir. Einu er ég þó að velta fyrir mér.
Það á að ljúga að börnum til þess að gleðja þau. Búa til ævintýri. Fólki finnst þetta jákvætt. Ég er sammála því. En allir eru sammála um að hann sé ekki til. (nema náttúrulega þeir sem trúa ennþá á hann og vilja ekki hlusta á þau rök að hann hafi verið búinn til af fólki)
Með guð, það að einhver sé að vaka yfir fólki og geyma t.d. okkar nánustu(ég þekki missi náins ættingja) veitir okkur styrk og huggun. Það er vel. En það breytir segir ekkert til um hvort hann sé til eða ekki. Miklu frekar hverju fólki trúir. En alls ekki hvenig heimurinn er í raun og veru!
Ég vona að jólaveinaaðdáendur og trúarfólk setji sig í mín spor. Ég reyni það allaveganna með það.. en hvort það tekst vel eða yfirhöfuð fer eftir þeim sporum sem það fólk er í. Ég get ekki dæmt um það! það verður að gera það.
p.s. “fokkaðu þér” þýðir það að ég eigi að finna mér lítiðfjörlegt starf. Ég skildi það ekki nema að því leitinu til að það væri neikvætt í minn garð.