Að mínu mati eru femínistar dæmi um afl sem byrjar vel og berst fyrir sínu og allflestir eru sammála. Ég meina að langflestur hluti þjóðarinnar vilja sanngirni og jafnrétti .

Kvennabaráttan byrjaði að taka á sig mynd eftir síðari heimstyrjöldina og fyrir alvöru á 7 áratugnum. Þær sóttu í menntun og fengu betri vinnu sem er bara fínt mál. Launamálinn hafa verið að þróast í góða átt þó betur megi fara og launamunur kynjanna felst aðallega í því hvernig starfið er innan einkafyrirtækis. Launamunurinn er í einkageiranum og það er staðreynd..

En í dag skil ég ekki hvað femínistar eru að fara . Taka sér eitthvað vald yfir þjóðinni og eru með nánast kalla fegurðardrottningu íslands og heimsins h..u. Ætluðust þær virkilega til þess að Halldór myndi draga kveðjurnar sínar til hennar til baka.
Og líka eitt bara “ lets face it ” sumir fæðast fallegir aðrir ekki og fegurð er eitthvað sem mannkyninnu líkar vel við og ekki þá vera að reyna að draga úr fallegu fólki sem reynir að koma sér áfram í nafni heilbrigðis og mannúðar.
Karlmenn eru líka módel og í svona keppnum.

Það má deila um hvort svona keppnir séu yfirborðskenndar en það kemur bara málinu ekkert við. Bæði kyninn taka þátt í svona keppnum .

Síðan er það líka eitt að konur eru ekki eins og karlar . Bæði líkamlega og hið innra. Konur hafa miklu meira gaman af því að versla fallegan fatnað og setja á sig andlitsfarða og allt sem því tengist svo sem hringar, hálsfestar , eyrnalokkar, varalitur og ýmiskonar skraut.

Það er ekkert út af því að þær eru að þóknast mönnum. Heldur vegna þess að konur eru konur og karlar karlar .. Það virðist sem femínistar eru að reyna að breyta konum og hvernig konur eru skapaðar .

Femínistar eru í rauninni að reyna að breyta því dásamlega eðli sem kveneðlið er , og ég tala um eðli því svona vorum við bara sköpuð. Eru þær kannski að reyna að breyta konum í karla? þá getum við alveg eins pakkað saman ..


Af hverju ekki að stofna karlafélag sem berst fyrir bættri ímynd karla . T.d. með því að þeir ættu ekki að horfa á fótbolta og láta eins og stungnir villigeltir á fótboltaleikum (eru þar í meirihluta). Eða spila tölvuleiki . Kannski ætti karlavinafélagið mjúki maðurinn að fá Halldór til að Banna starwarsmyndirnar því þær höfða mikið til karla. Það er of stöðluð ímynd að fíla starwars..

Þungarokk er gott dæmi um karllegt eðli. Karlar eru í meirihluta sem fílar þungarokk.. Bönnum það.
of stöðluð ímynd..

Karlar eru í meirihluta í hermennsku og ekki er hermennska eitthvað sem karlmenn ættu að vera stoltir yfir , samt börðust konur að vera til jafns við karla og ganga í her. Konur drógu sig niður á sama leiðindarplanið og karlar með því að ganga um með byssur og drepa fólk. Stundum er eins og það sé minnimáttarkennd hjá konum að vilja gera allt sem karlar gera þótt það sé eins ömurlegt eins og að drepa fólk..

Stöðluð ímynd er kannski oft ekkert stöðluð ímynd heldur bara eðlismismunur kynjanna.

konur eru konur og karlar eru karlar. Amen…
JHJ….99 prósent af því sem við segjum og gerum er tilgangslaust