áður en greinin skal lesinn vill ég benda á eftir farandi frétt í vísi
http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20051213/FRETTIR01/112130075/1091
nei nú skil ég ekki.
Má okkur ekki lengur ganga vel á alþjóðavertvangi.
Í fyrsta lagi verðum við að hafa eitt í huga. Við þvingum fröken alheim Unni Birnu til að taka þátt í þessarri keppni, ég vona að hún hafi tekið þátt út af áhuga og eigin verðleiku.
Persónulega held ég að vinna keppnina ungfrú heimur þýðir ekki að þú sért bara ógeðslega falleg stelpa, afsakið hlutur, með colgate bros.
nei!
Ég efa að ef Unnur Birna hafi staðið á sviðinu og verið hikandi, feimin og með lítið sjálfstraust að hún hafi unnið.
Nei þvert á móti þær myndir sem ég hef séð af kepninni sýnir unga konu sem er full sjálfstraust og er verðugur kandídat íslands til að sýna heiminum að íslenskar konur séu sjálfstæðar og setji sér markmið og ná þeim á eiginn verðleikum, í þessu tilfelli var markmiðið að verða kosin fegursta kona heims sem henni tókst.
Ég er búsettur erlendis, í landi það sem útlit kvenna skiptir afarmiklu máli að þeirra áliti, og þær fréttir sem ég sá og las hérna af viðburðinum töluðu nefndu það allar að hún væri laganemi, þ.a.s. að hér væri ekki bara um að tala sjarmererandi stelpu heldur líka bráðgáfaða!
Og auðvitað eygum við að óksa henni til hamingju! Eða viljum við að hætta að kvetja alla sem eru ekki verðugir. Hætta að leyfa Björk að spila í útlöndum því að hún eru ekki með háskólapróf í tónsmíðum, biðja Dorrit að hætta að standa hliðina á Óla á blaðamanna fundum, því að hún fær alla athyglina. Eða hvað?
Við gætum líka hætt að fara í sturtu og byrjað að ganga um í svörtum kuflum því að þá væri ekki hægt að dæma okkur út frá úrliti og ef hann væri nógu þykkur þá væri ekki einusinni hægt að sjá hvort um karl eða konu væri að ræða. Þá væri eina leiðin að meta munin á okkur út frá verðleikum.
ég held að það að tala um fegur sem fallegt andlit og flottan líkama sé hin reunverulega tímaskekkja sem verkefnisstýrur baráttuárs kvenna 2005 vilja meina að hrjái Haldór “okkar” Ásgrímsson.
ég held að hugtakið um fegurð í dag innihaldi hluti eins og sjálfstæði, frumkvæði, öryggi og sjáfstraust til að nefna nokra.
Ég lít svo á að þessi gagnrýni á að Halldór hafi tekið það frumkvæði og sent Unni Birnu heillaóskaskeyi vera svartur punktur í baráttu kvenna. Við íslendingar, ekki bara konur, eigum frekar að nýta okkur velgengni Unnar sem persónu, ekki sem hlutar, og annarra íslenskra kvenna í baráttu okkar til jafnréttis kynjana.
Jafnrétti kynjanna er ekki eitthvað sem leysist með einhliða baráttu, við verðum að standa saman til að gera umhverfi okkar betra!
Bergur Finnbogason
bergurfinn *að* lhi.is
Desember - 2005