Ekki það að ég vorkenni Árna J hann gerðist jú sekur um spillingu,en ég var að velta fyrir mér,hvað ætli taki við hjá honum? Er honum líft á einhverjum vetvangi? Hvað getur hann gert? Maður spyr sig þessarar spurningar þegar maður hugsar um að
maðurinn hefur verið í vernduðu starfsumhverfi í yfir 20 ár,og allt í einu stendur hann einn,berskjaldaður fyrir framan heila þjóð sem hefur nú þegar dæmt hann,hvað tekur við ??
Ég spyr ykkur samHUGA mína,mynduð þið ráða Árna J til ykkar??
Mynduð þið getað treyst honum ?
Það má gera ráð fyrir því að Árni J reyni að kippa í spotta,rukka inn gamla greiða,gera hvað sem hann getur til að finna sér eitthvað að gera,já nú er gott að skulda ekki Árna greiða.
Ekki er útilokað að Árni sjái fyrir sér “comeback” í pólítíkina eftir nokkur ár,hann hlýtur að hugsa,Íslendingar eru svo fljótir að gleyma,ég fer bara til Vestmannaeyja í “litla” sumarbústaðinn minn og læt þetta líða hjá………
Svo er það náttúrulega sakahliðin á þessu öllu saman,hvað verður gert þar?? Ef ég man rétt þá má einstaklingur sem ekki hefur hreint sakavottorð ekki gegna þingmensku,hann gæti brunnið inni á því.
Sama hvað gerist í þessu öllu saman,þá er alveg ljóst að Árni þarf að taka rækilega til heima hjá sér,þessi brot og þessar aumkunarverðu tilraunir til að breyða yfir þau,sýndu okkur greinilega hvaða mann Árni hefur að geyma,siðblindan hrokafullan mann sem hefur greinilega misst sjónar á því hlutverki sem honum var treyst fyrir og kosinn í.
Einhvernveginn held ég að menn eins og Árni lendi alltaf á fótunum en það yrði ekkert smá kraftaverk í þessu tilfelli,ég get ekki séð Árna í neinu embætti né hjá neinni stofnun eða stórfyrirtæki eftir þetta allt saman..
Já þau eru sannarlega þung spor Árna þessa dagana..
Að lokum langar mig að vitna í Sigmund Erni þegar hann á stöð 2 eitt sinn sagði eftir viðtal við Jóhönnu Sigurðardóttur..
“Skrýtinn tík,,þessi pólítík”