Það er mjög mikilvægt fyrir þá sem ekki skilja þessa umræðu um að taka upp Evruna, og afhverju það ætti að vera eitthvað betra fyrir okkur ættu að lesa þessa grein.
… Og sérstaklega fyrir þá sem segjast vilja halda í íslensku krónuna vegna íhaldssemi (Ekkert persónulegt GlingGlo!)
Ég veit að þetta er mikið enn þú verður mun fróðari á eftir. (Vona ég)
Jæja ég ætla að reina útskýra þetta fyrir þeim sem ekki skilja alveg um hvað málið snýst!
Ég ætla að byrja á því að segja ykkur að ég miða mikið við USA dollar!
Í dag (23.07.2001) kostar 1 USA dollar, 101 íslenska krónu.
Um síðustu jól kostaði 1 USA dollar, 83 íslenskar krónur.
Ekki nema 7 og 1/2 mánuður síðan.
- Þið sjáið það að þarna er mikil munur, eða 18 íslenskar kr fyrir hvern dollar.
(Hér eftir tala ég bara um dollar og kr)
Þegar talað er um að gengið lækki þá kostar erlendur gjaldeyrir meira. Þá færð þú minni erlendann gjaldeyrir fyrir íslensku krónurnar.
(Dæmi: 1 dollar = 101 kr = 1 dollar)
Það kallast verðbolga ef gengið lækkar of mikið! – Ástandið sem ríkti fyrr part þessa árs.
Þegar talað er um að gengi hækki þá kostar erlendur gjaldeyrir minna. Þá færð þú meiri erlendann gjaldeyrir fyrir íslensku krónurnar.
(Dæmi: 1 dollar = 83 kr = 1 dollar)
Það kallast góðæri þegar gengið hækkar.
Svo fer eftir því hvort þú ert að flytja eitthvað útúr landi eða inn í landið hvort er betra fyrir þig!
Dæmi:
Ef þú veiðir fisk hér við land, ferð með hann út og færð 1 dollar fyrir hann og kemur svo með þennann eina dollar hingað heim villtu frekar fá 101 kr fyrir hann enn 83 kr
Enn ef þú kaupir eitthvað úti sem kostar 1 dollar viltu frekar að hann kosti 83 kr heldur enn 101 kr.
Svo er málið hérna á íslandi að þetta er svo lítið samfélag. Og engin verðmæti í jörðu, svo sem Kol, járn, gull eða annað sem hægt að vinna í einhverju magni til að flytja út.
Eina auðlindin okkar er fiskurinn, og þessvegna þurfum við að fara vel með sjóinn í kringum okkur.
Og við verðum að treysta á fiskinn. Við höfum lítið annað. Við höfum reyndar álverið, og höfum stundum tekist að selja íslensk hugvit (tölvu-forrit).
Annars þurfum við að flytja mikið inn af allskonar “nauðsinjavörum”
T.d. Pappir, Bensín, Bíla, Tölvur. Allskonar matvæli, kaffi, te, ávexti, grænmæti og fl.
Þegar þú flytur mikið magn af einhverju út og selur (Fyrir einhverja miljarða) í útlandinu þá hækkar íslenska gengið.
(Kaupir íslenskar krónur fyrir Erlendann gjaldmiðil)
Enn ef þú kaupir mikið í útlandinu og flytur hingað inn þá lækkar gengið.
(Kaupir erlendann gjaldmiðil fyrir íslenskar krónur)
Fyrir um mánuði síðan, ef þið munið. Þá keypti Seðlabankinn íslenskar krónur fyrir 2.5 miljarð með erlendum galdmiðli, og gat breytt gengi íslensku krónunar til þess “betra” um 2.8 % ef ég man rétt, það voru næstum 5 kr á dollarinn sem var um 110 og fór í 105 (leiðréttið mig ef þetta eru vitlausar tölvu).
2.5 miljarður er ekki mikill peningur í viðskiptalífinu.
T.d. eru íslensku fjárlaugin um 200 miljarðar á ári (skattpeningurinn sem fer í ríkið)
Næstum helmingur af því fer beint í Mentamál og Heilbrigðisgeirann (Sjúkrahús)
Svo er málið líka að það eru einhverjar fjarmálastofnarnir hér á landi sem eru að kaupa erlend hlutabréf (t.d. á meðan dollarinn kostar um 83 kr) og eru svo að standa í því að kaupa erlendann gjaldmiðil fyrir íslenskar krónur og þá lækkar íslenska gengið og svo selja þeir hlutabréfin á meðað dollarinn kostar t.d. 101 kr.
Þetta er mjög slæmt mál.
Það er ekki gott þegar einhverjar fjármálastofnarnir eru að “leika” sér með gengið fyrir eigin hagsmunasemi.
Íslenska krónan er svo veik að það er mjög auðvelt fyrir þá sem hafa einhver peningavöld að gera svona.
Dæmi: Þeir kaupa hlutabréf fyrir 1.000.000 dollar (sem er ekki mikið)
1.000.000 $ * 83 kr = 83.000.000 kr
Svo lækkar gengið (til að auðvelda dæmið þá skulum við segja að þetta hafi verið léleg hlutabréf og standi í stað og kosti enn 1.000.000 dollar)
1.000.000 $ * 101 kr = 101.000.000 kr
101.000.000 kr – 83.000.000 kr = 18.000.000 kr gróði bara á því að gengið breytist! (Hugsaðu þér nú ef hlutabréfin hefðu eitthvað hækkar í verði)
Þegar verðbolga er þá hækkar verð á öllu, og allt helst í hendur, bensín sem er mjög mikilvægur hlutur í okkar samfélagi og á mikinn þátt í þessu öllu, það verður dýrara að flytja hlutina á milli, þá hækkar verðið á hlutnum sem verið að að flytja, svo þarf að setja meira á vöruna þegar hún er komin í verslun, þá heimtar sá sem þarf að kaupa vöruna meiri pening, (enn hann fær oftast littla sem enga hækkun) og ég vona að þið sjáið hvernig þetta gengur fyrir sig.
Það sem hefur verið að ské undanfarið er öll erlendu lánin (bílalán, nýbyggingar t.d. ein stór í kóp.) Og það versta er að þegar áhveðnir þingmenn sem ég ætla ekki að nefna á nafn hér sögðu á síðustu árum að það væri góðæri á meðan ekkert góðæri var þá hélt fólk að góðæri væri og keypti allt á lánum. Hvaða skinsemi er það? Má ég bara spyrja! Nú auðvitað þurfti fólk að borga lánin, og ekkert góðæri í gangi reindar alltaf smá verðbolga (aldrey neitt mikil, enn hún var) og fólk heimtaði meiri laun, fór í verkföll. Versta var þegar sjómenn fóru í verkfall og voru allt of lengi (ég er ekki að sakast við sjómenn.) Þá var ekki hægt að selja fiskinn út. Og þá lækkar gengið. Svo ákvað seðlabankinn að hætta skipta sem að genginu, nema að verðbolgan færi yfir 6%, svo voru fjármálafyrirtækin að leika sér. Og svona fór þetta.
Dollarinn var kominn uppí 110 kr þegar verst var. Dollarinn hefur verið að lækka undanfarna daga hægt og rólega, sem er mjög gott mál. Og er í dag 101 kr.
Þá kemur aðalspurningin: Afhverju Evran?
Jú, þegar við erum með sama gjaldmiðil og Milljónaþjóðir. Þá erum við 280.000 manns ekki nema eins og lítil bær sem getur ekki breytt genginu neitt. Það geta engir leikið sér með gengið og mjög gott að miða verð við önnur lönd í evrópu, og þá getum við sagt, afhverju erum við að borga 1000 kr fyrir þennann hlut sem þessi þjóð þarna er ekki að borga nema 300 kr fyrir. Og knýr að það sé minna okrað á okkur.
Sko það skiptir ekki máli hvort við tökum upp evruna eða dollar, eða festum gengi íslensku krónunar við evruna (t.d. 1 evra væri bara föst 85 kr) og þá myndi gengi evrunar ráða gengi krónurnar.
Ég vona að þetta útskýri eitthvað fyrir ykkur sem ekki skilduð.
Kveðja
Svessi
p.s. ef það er eitthvað, endilega sendið mér bara skilaboð. – eða skrifið það hér fyrir neðan. Og ég skal reina svara því.