Getur einhver útskýrt fyrir mér af hverju öll farjgöld hækkuðu hjá hinum nýja “Strætó”?
Sem dæmi hækkaði fullorðinsgjaldið hjá Strætó úr 150 í 200 hjá SVR. AV var að vísu búið að hækka taxtann sinn nokkuð mikið fyrir, þeir voru komnir í 180kr held ég þannig hækkunin er ekki jafn mikil þar, en ég held að það sé öruggt að mesta notkunin sé á SVR leiðunum gömlu, og þó að 50kr einar og sér eru ekkert stórmál finnst mér 33,3% hækkun á fargjöldum vera svolítið mikið. Sérstaklega í ljósi þess að ég hélt að þegar fyrirtæki sameinuðust væri það til þess að minnka rekstarkostnaðinn og auka hagnað. Væntanlega minnkar rekstrarkostnaðurinn að einhverju leiti við þetta, núna er þetta bara ein rekstrareining en ekki 2 og því ýmislegt sem skerst niður þar, og ég get ímyndað mér að magninnkaup á bensín verði meiri fyrst búið sé að sameina fyrirtækin og þar af leiðandi minnki kostnaðurinn eitthvað (þó að ég sé ekki viss um hvernig bensínkaup virki).
En allt í allt er ég ekki að sjá neitt sem réttlætir þessar hækkanir nema kannski slappt gengi krónunnar og hærra bensínverðs. En einhvern vegin held ég að það verði ekki lækkað aftur þegar krónan fer niður sem ég er nokkuð viss um að hún geri.