Í dag fagna ég.

Vegna hvers ?

Vegna þessa: Í morgunblaðinu í gær (Sunnudagurinn 27. nóvember) Blasti við mér auglýsing á 17. síðu blaðsins. Þar stóð:

KARLAR UM BORÐ

Hafa karlar skoðun á jafnréttismálum ?
Vilja karlar sömu laun fyrir sömu vinnu ?
Eru jafnréttismál kvennabarátta ?


Það sem mér þótti mest áhugavert að sjá, eða allt að því “sláandi” var þessi lína: EINUNGIS KÖRLUM ER HEIMIL ÞÁTTTAKA.

Lesendur góðir. Þetta er fyrsta jákvæða umfjöllunin um karlmenn í fjölmiðli sem ég hef séð í langan tíma, mjög langan tíma. Allt sem ég sé um karlmenn í fjölmiðlum er neikvætt. Þeir fá of há laun, þeir vinna svo létta vinnu og þeir hafa það bara almennt svo gott. Og ekki má gleyma þeirri algildu staðreynd að þeir eru einfaldlega alltof uppteknir af sjálfum sér til þess að sjá að þeir eru illkvittnir og vondir.

Ég vil taka það fram að ég styð fyllilega jafnrétti allra á jörðinni, en mér finnst oft farið of langt í jafnréttisbaráttu (ef svo má að orði komast) Ég hata ekki konur heldur elska ég hvernig þær eru. Þó má ekki gleyma einstaka öfgamönnum sem vilja breyta gildum samfélagsins til hins verra, án þess að líta á allar hliðar málsins. Þetta vil ég kalla blinda bjartsýni af þeirra hálfu en ekki raunsæi.

Ég vildi að ímynd karlmanna væri jákvæðari í dag.