Ég hef verið að pæla, hvað verður um Ísland þegar öll hin löndin hafa gengið í ESB. Ætli Ísland geti staðið eitt á móti öllum hinum löndunum. Nú þegar eru öll Evrópulöndin í ESB nema Ísland, Noregur og Sviss. Ef Noregur og Sviss ganga í ESB hvað verður þá um ísland. Verður Ísland þá ekki bara orðið einsog áttunda heimsálfan með 300.000. manns. Erum við dæmd til þess að tapa sjálfstæði okkar? Eða er þetta ekki eins slæmt og mér sínist?

Ef við Íslendingar mundum ganga í ESB þá munum við (einsog ég skil þetta) tapa mjög miklu sjálfstæði og verðum bara orðin einsog ríki í sameinaðri Evrópu. Útlendingar munu áhveða allt í sambandi við kvóta og fiskveiðimál og mörg lög verða sett sem Íslendingar geta ekki gert í. Það væri einsog að bakka aftur um 60 ár nema við hefðum bara miklu minni áhrif á Evrópuþiginu heldur en við höfðum á því Danska fyrir 60 árum síðan. Svo þyrftu kanski einhverjir Íslendingar að ganga í Evrópuher og svo framvegis.

Það eina sem við mundum græða á þessu væri það að við gætum tekið upp Evruna og þá þyrfti seðlabankinn ekki alltaf að vera að grípa inní gengis lækkarnir á krónunni.

p.s. Ég held að ég sé örugglega að fara með rétt mál hérna. En ef að svo er ekki þá vil ég biðja ykkur um að gjöra svo vel og leiðrétta mig. Ég bið ykkur líka að afsaka allar stafsetningavillur sem gætu verið svolítið margar þó að ég sé búinn að fara yfir textann.
VGR