(Þessi grein var skrifuð 9. nóvember)
Voðalega ætlar að vera leiðinlegt að vera íbúi í París þessa dagana. 14 ára skopparapíkur ganga berserksgang, brennandi bíla og lemjandi gamalt fólk, án þess að hafa minnstu hugmynd um afhverju þeir eru að þessu. Einn og einn nær að ropa því útúr sér við erfiðum og mikilli umhugsun, að þetta sé allt gert til að bæta kjör innflytjenda. Innflytjendur eru ekki að fá þau réttindi sem þeir eiga að fá og atvinnuleysi er hátt.
Hafa einhverjir snillingar með meiriháttar Lenin-komplexu komist að þeirri niðurstöðu að rétta leiðin til að kæfa fordóma í landinu sé að fara út og brenna bíla saklaus fólks? Hey, afhverju ekki? Sjáum bara hvað hryðjuverk hafa gert yndislega hluti fyrir Islam.
Nei, það sem við erum að sjá er engin uppreisn. Þetta er ekki hetjuleg aðgerð hugrakka uppreisnarmanna sem eru reyna að bæta ástand fólksins. Þetta er ekkert nema múgæsingur reiðra unglinga (pseudo-þunglyndir Linkin park aðdáendur) sem hlaupa um og skemma allt sem þeir komast í, af því að “það eru allir aðrir að gera það”. Við höfum öll séð myndir í fréttum af þeim sem eru handteknir þarna úti. 13 ára smápíkur hlæjandi og brosandi í myndavélina eins og þeir séu að segja “Djöööfull erum við töff”.
En það sem er hvað sorglegast við þetta allt saman er það að útaf aðgerðum þessa ……Hálfvita, þá eiga menn eftir að dæma heila kynslóð af innflytjendum. Við vitum það að Nýnasistarnir eiga eftir að nýta sér þetta í mörg ár. Ég efast ekkert um það að í framtíðinni þegar ég er að rökræða við eitthvað rasistapakk, þá munu þeir nota þessi rök. “Hey Kalli, mundu eftir París 2005”. Ég mun náttúrulega svara þessu með því að standa upp á borð og pissa á helvítin. Enda myndi það vera eina viðeigandi svarið í stöðunni.
Ég efast ekki um að aðstæður innflytjenda í Frakklandi séu ömurlegar. Og ég styð það alltaf eindregið þegar fólk rís upp gegn kerfinu ef því er misboðið, en þetta er alltaf spurning um aðferðir. Það eru til góðar aðferðir, það eru til vondar aðferðir og það eru til svo virkilega ömurlegar aðferðir, að maður ætti að geta hlegið sig máttlausan af þeim ef afleiðingarnar væru ekki svona sorglegar. Þannig er þetta í París, og þetta pirrar mig alveg svakalega.
Að fólk skuli skemma svona fyrir réttindabarráttu síns hóps er bara alveg hræðilegt . En að fólk skuli svo gera það í þeirra nafni……. Það þarf bara að finna upp á nýtt orð yfir svoleiðis heimsku, en eins og er þá held ég mig við þetta gamla góða. HÁLFVITAR!
Nú er bara að sjá hvernig Frakkar ná að leysa úr þessu. Hvort að reglubeygingarnar og útisvistarbannið skili einhverjum árángri. Persónulega er ég á því að þessar reglubeygingar eru dálítið hættulegar. Þegar yfirvaldið er farið að geta gert undantekningar á réttindum fólks, þá erum við komin útá hálan ís.
En hvað útivistarbannið varðar þá virðist sem að það sé að skila sér upp að vissu marki. Fjöldi bíla sem voru brenndir í dag er rúmlega helminginn minni en í gær. Það mun koma í ljós á morgun hvort að það hafi verið útivistarbanninu að þakka eða ekki (kannski hafa gelgjurnar bara fundið sér eitthvað annað að gera).
Hvernig sem nú leysist úr þessu, þá er klárt að þetta á eftir að hafa mikil áhrif á Frakkland á næstu árum. Það er allavega nokkuð ljóst að réttindabarátta innflytjenda er búin að missa sína samúð.
“The most perfidious way of harming a cause consists of defending it deliberately with faulty arguments”
Friedrich Nietzsche