Maður er hættur að segja skoðanir sínar, og nenna að svara þeim sem hafa athugasemdir við mínar skoðanir hérna á hugi.is
Það kemur mér að sjálfsögðu ekkert á óvart, vegna þess að maður nennir ekki til lengdar að segja sínar skoðanir, til fólks sem maður þekkir ekki.
Flestar umræður hérna snúast um að rökræða um hver hefur rétt fyrir sér. Og því miður er samfélagið ekki alveg byggt upp þannig, og í raun gætu allir haft rétt fyrir sér, ef allir gætu komið með rök fyrir því af hverju það sé rétt. (sama hversu fáranleg rökin eru)
Í raun er ekkert rétt eða rangt í lífinu, ef maður kýs ekki að fylgja siðferði, lögum, lífsviðhorfum eða öðru sem ALLIR eiga að fylgja eftir. (eftir aðstæðum)
Skoðanir eru í raun svolítið barnalegar, vegna þess að fólk leitast sífellt við að fá svar frá fólki sem er SAMMÁLA, til þess að geta talið sig sjálft í trú um að hafa að einhverju leyti RÉTT fyrir sér. Sem er einn önnur aðferð til að auka sálfsöryggi. Einnig leitast fólk við að hitta aðra sem eru á sömu skoðun, til að mynda góð tengsl við einhvern, sem gæti leitt til vináttu.
Málið er að ég leitast ekki við að sjá hvort aðrir séu sammála mér, eða eftir vináttu hérna á hugi.is.
Þar af leiðandi er enginn raunverulegur tilgangur fyrir mig að skrifa aðrar greinar eða koma með skoðanir. Mér finnst áhugavert að skrifa greinar sem fær fólk til að hugsa, (allar greinar fá mann til að hugsa) en gallinn er bara sá, að fólk sleppir því að hugsa og svarar greininni með einhveri athugsemd eða skoðun, sem virðist bara þjóna þeim tilgangi að sýna að hvort fólk sé sammála eða ósammála.
Slepptu því frekar að svara og HUGSAÐU, það er tilgangurinn minn með þessari grein!