Þegar ég las grein um meint kaup Árna Johnsen á timbri í nafni Þjóðleikhússins fyrir kofan sinn út í eyjum þá hugsaði ég með mér: Hann er heimskari en ég hélt. En svo kom það á daginn að um mistök hafi verið að ræða, starfsmenn Byko höfðu merkt vörur hans í nafni þjóðleikhússins, sem Árni svo leiðrétti þegar hann tók við timbrinu. Jæja, gott og vel. En nú kemur upp úr kafinu að hann hefur keypt fleiri bretti af múrsteinum í nafni þjóðleikhússins og getur svo ekki gert grein fyrir því hvar þeir eru niðurkomnir!! Ekki er á döfinni að breyta tröppum eða stétt fyrir utan þjóðleikhúsið í nánustu framtíð. Reyndar eru þessi steinar sem hann keypti allajafna notaðir í innkeyrslur.
Er maðurinn svona tómur? Hélt hann að þetta kæmist virkilega ekki upp?? Kannski ætti einhver þarna út í Vestmannaeyjum að gera sér ferð suður á eyju og kíkja á innkeyrsluna hjá honum.
Ég sem eyjamaður hef lengi hálfskammast mín fyrir að fólk úr heimabyggðinni hafi kosið þennan trúð sem alþingismann suðurlands, en nú er ég afar hneykslaður.
Zorglubb. Eyjamaður, og Borgarbúi