Hversu slæmt er ástand miðbæjarins orðið?
Er Lögreglan í Reykjavík hæf til þess að sjá um öryggi fólks í miðbænum?
Eru Borgaryfirvöld að gera eitthvað í málunum?
___________________________________________________________________
Ofbeldismálum sem berast embætti lögreglustjórans í Reykjavík hefur fjölgað úr 681 frá árinu 1997 í 831 árið 2000, eða um 22% það er um 7% prósent hækkun á ári frá 1997 og miðað við þær útreikningar þá má búast við því að 890 ofbeldismál verði kærð árið 2001. Tæplega þriðjungur þessara mála á sér stað á skemmtistöðum borgarinnar.
Þetta þykir nefnd á vegum borgarinnar ekki ásættanlegt, þeir bera fram þau rök að virk löggæsla í miðbænum hafi minnkað úr 22 löggæslumönnum í 13, með tilkomu löggæslumyndavélanna.
Löggæslumyndavélarnar voru settar upp árið 1997 og síðan þá hefur þessi hækkun ofbeldisverka á sér stað, einnig hafa ofbeldisverkin verið tengd aukinni fíkniefnaneyslu í skemmtanalífi miðbæjarins.
Einnig hafa ofbeldisverkin færst af götum miðbæjarins inn á skemmtistaðina, frá vökulu auga eftirlitsmyndavélanna.
Ef við segjum sem svo að á venjulegu kvöldi í miðbæ Reykjavíkur séu um 3000 manns, og 13 lögregluþjónar, hvernig er þá ætlast til þess að þessir 13 lögreglumenn eigi að ráða við aðstæður ef upp koma fjöldaslagsmál eða múgæsingur í garð lögreglunnar, sérstaklega þar sem nú er búið að stytta opnunartíma skemmtistaða þannig að nú lifnar miðbærinn við kl. 5:30, þá tæmast allir skemmtistaðir í einu og allt ölvaða fólkið safnast saman í hrúgu niður á Lækjartorgi eins og þetta var í “den”.
Og nú þegar ofbeldisverkum hefur fjölgað og fíkniefnaneysla örvandi efna hefur stóraukist, þá er 13 lögreglumönnum ætlað að hafa stjórn á málunum!
Það að stytta opnunartíma hefur það í för með sér að í stað þess að fólk týnist heim af djamminu í litlum hópum yfir nóttina, þá er öllum hrúgað út á Lækjartorg á sama hálftímanum.
Það er ekki eingöngu í verkahring lögreglunar að sjá um öryggi fólks sem er að skemmta sér, það er einnig á ábyrgð aðilanna sem að reka skemmtistaðina, mér finnst að það eigi að flytja ábyrgðina aðeins meira á þá aðila, t.d. ef upp kemst um fíkniefnasölu á einhverjum stað þá verði hann sektaður, “auðvitað veit skemmtanastjóri staðarins ekki hvort sé verið eða hver sé að selja fíkniefni inni á staðnum” segja kannski sumir, en það er á hans ábyrgð og í hans verkahring að koma í veg fyrir það.
Eru borgaryfirvöld að gera eitthvað í þessu? Þau eru kannski að reyna en sú mynd sem ég fæ af þessum tilraunum borgarstjórnar er virkilega sú að hún er að gera lögreglunni erfiðar fyrir, með því að benda alltaf á hana sem blóraböggul. Hvernig væri að borgarstjórn hætti að láta hinn almenna borgara þurfa að þjást fyrir það að vilja skemmta sér og setja ábyrgðina á fólkið sem hefur það að atvinnu að reka skemmtistaðina, þetta er jú atvinna þeirra og því hlýtur að fylgja einhver ábyrgð.
- Pixie